Lára gengin á land í Louisiana Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 07:31 Skemmtigarður við ströndina í Galveston í Texas í gærkvöldi. Getty Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. Lára er nú flokkuð sem fjórða stigs fellibylur og er talið að hún gæti valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem vindhraðinn hefur nú náð allt að 67 metrum á sekúndu. Haldi fellibylurinn þessum styrk gæti þetta verið einn öflugasti fellibylurinn til að skella á suðurströnd Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í hluta Texas og Louisiana. BBC segir frá því að Lára hafi gengið á land skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma, nærri Cameron í Louisiana. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur varað íbúa við því að vera á svæðinu og biðlað til fólks að grípa til aðgerða nú til að hægt sé að koma í veg fyrir manntjón. Er því sagt að halda kyrru fyrir í herberjum fjarri gluggum. „Farið undir borð eða önnur sterkbyggð húsgögn. Notið dýnur, teppi eða kodda til að verja höfuð ykkar og líkama.“ Nærri 200 þúsund heimili í Louisiana eru nú án rafmagns, en í Texas eru þau um 45 þúsund. Fellibylurinn Lára, auk annars sem nefndur hefur verið Marco, hefur nú þegar valdið miklum usla í Karíbahafi og er tala látinna þar nú 24. Lára hefur sótt í sig veðrið síðustu daga og efldist á tímabili um nærri 70 prósent á innan við sólarhring. Bandaríkin Tengdar fréttir Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. Lára er nú flokkuð sem fjórða stigs fellibylur og er talið að hún gæti valdið gríðarlegri eyðileggingu þar sem vindhraðinn hefur nú náð allt að 67 metrum á sekúndu. Haldi fellibylurinn þessum styrk gæti þetta verið einn öflugasti fellibylurinn til að skella á suðurströnd Bandaríkjanna. Um hálf milljón manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í hluta Texas og Louisiana. BBC segir frá því að Lára hafi gengið á land skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma, nærri Cameron í Louisiana. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur varað íbúa við því að vera á svæðinu og biðlað til fólks að grípa til aðgerða nú til að hægt sé að koma í veg fyrir manntjón. Er því sagt að halda kyrru fyrir í herberjum fjarri gluggum. „Farið undir borð eða önnur sterkbyggð húsgögn. Notið dýnur, teppi eða kodda til að verja höfuð ykkar og líkama.“ Nærri 200 þúsund heimili í Louisiana eru nú án rafmagns, en í Texas eru þau um 45 þúsund. Fellibylurinn Lára, auk annars sem nefndur hefur verið Marco, hefur nú þegar valdið miklum usla í Karíbahafi og er tala látinna þar nú 24. Lára hefur sótt í sig veðrið síðustu daga og efldist á tímabili um nærri 70 prósent á innan við sólarhring.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. 26. ágúst 2020 23:24