Erlent

Hermenn slasaðir eftir samskipti við Rússa

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndböndin voru tekin úr bílum rússnesku hermannanna.
Myndböndin voru tekin úr bílum rússnesku hermannanna.

Minnst fjórir bandarískir hermenn slösuðust lítillega eftir deilur milli þeirra og rússneskra hermanna í Sýrlandi. Myndbönd af atvikinu hafa verið í dreifingu á Twitter og sýna meðal annars rússneska hermenn keyra á bandarískan brynvarin bíl og rússneskri þyrlu flogið mjög lágt yfir hermenn.

Í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher, sem lekið var til Politico, segir að rússnesku hermennirnir hefðu elt þá bandarísku og sýnt óviðeigandi hegðun.

Bandarískir og rússneskir hermenn hafa oft verið í návígi í Sýrlandi en yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa að undanförnu verið að kvarta undan aukinni ágengni rússneskra hermanna og segja þá vera að reyna að bola Bandaríkjamönnum á flótta.

Ekki hefur komið til beinna átaka á milli ríkjanna en árið 2018 felldu Bandarískir hermenn fjölda rússneska málaliða Wagner Group sem tóku þátt í árás sveita Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, á herstöð SDF, fylkingar sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra.

Hópur Bandarískra sérvseitarmanna var í herstöðinni og í orrustu sem stóð yfir í um fjórar klukkustundir féllu tvö til þrjú hundruð Assad-liðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.