Minnst fjórir bandarískir hermenn slösuðust lítillega eftir deilur milli þeirra og rússneskra hermanna í Sýrlandi. Myndbönd af atvikinu hafa verið í dreifingu á Twitter og sýna meðal annars rússneska hermenn keyra á bandarískan brynvarin bíl og rússneskri þyrlu flogið mjög lágt yfir hermenn.
Í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher, sem lekið var til Politico, segir að rússnesku hermennirnir hefðu elt þá bandarísku og sýnt óviðeigandi hegðun.
Bandarískir og rússneskir hermenn hafa oft verið í návígi í Sýrlandi en yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa að undanförnu verið að kvarta undan aukinni ágengni rússneskra hermanna og segja þá vera að reyna að bola Bandaríkjamönnum á flótta.
Ekki hefur komið til beinna átaka á milli ríkjanna en árið 2018 felldu Bandarískir hermenn fjölda rússneska málaliða Wagner Group sem tóku þátt í árás sveita Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, á herstöð SDF, fylkingar sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra.
Hópur Bandarískra sérvseitarmanna var í herstöðinni og í orrustu sem stóð yfir í um fjórar klukkustundir féllu tvö til þrjú hundruð Assad-liðar.
A longer video of the confrontation. US forces appear to be blocking a road and then attempt to block the path of the Russian patrol when they drive through the field. An American MaxxPro MRAP appears to collide with a Russian Typhoon-K MRAP. 319/https://t.co/iCliZSYVY9 pic.twitter.com/xZTtN6l0Ib
— Rob Lee (@RALee85) August 26, 2020