Smit í skólum og í Hinu húsinu rakin til Hótel Rangár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira