Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 13:21 Kai Havertz verður væntanlega orðinn leikmaður Chelsea áður en vikan er liðin. Getty/Marius Becker Chelsea virðist búið að taka yfirburðarforystu meðal ensku úrvalsdeildarliðanna í kapphlaupinu um öfluga leikmenn á leikmannamarkaðnum. Ensku miðlarnir segja frá því í dag að Chelsea sé langt komið með að ganga frá kaupunum á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen. Guardian segir að Chelsea ætli að borga Bayer Leverkusen nálægt 90 milljónum punda og yrði þetta þá enn einn ungur og spennandi leikmaður sem kæmi til félagsins í sumar. Chelsea ætlar sér að krækja í reynslu líka því í frétt Guardian kemur einnig fram að Chelsea býst líka við að semja við Thiago Silva. Chelsea close to £90m Kai Havertz deal and expect to land Thiago Silva. By @JacobSteinberg and @FabrizioRomano https://t.co/EX2JIUZFZw— Guardian sport (@guardian_sport) August 24, 2020 Thiago Silva, fyrirliði PSG sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, er með lausan samning við franska félagið. Chelsea hefur einnig verið orðað við Ben Chilwell, vinstri bakvörð Leicester, sem mun kosta félagið í kringum 50 milljónir punda. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er að endurskipuleggja sóknarleik liðsins en áður hafði hann keypt þá Hakim Ziyech frá Ajax og Timo Werner frá Leipzig. Kai Havertz er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag en þessi 21 árs gamli sókndjarfri miðjumaður var með 12 mörk og 6 stoðsendingar í þýsku deildinni á nýlokinni leiktíð. Havertz er sagður vera búinn að samþykkja fimm ára samning og að Chelsea muni borga 80 milljónir evra strax en svo tuttugu milljónir evra til viðbótar seinna. Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er vissulega orðinn 35 ára gamall en hann ætti að geta komið með leikreynslu og leiðtogahæfileika inn í þetta unga Chelsea lið. Enski boltinn Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Chelsea virðist búið að taka yfirburðarforystu meðal ensku úrvalsdeildarliðanna í kapphlaupinu um öfluga leikmenn á leikmannamarkaðnum. Ensku miðlarnir segja frá því í dag að Chelsea sé langt komið með að ganga frá kaupunum á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen. Guardian segir að Chelsea ætli að borga Bayer Leverkusen nálægt 90 milljónum punda og yrði þetta þá enn einn ungur og spennandi leikmaður sem kæmi til félagsins í sumar. Chelsea ætlar sér að krækja í reynslu líka því í frétt Guardian kemur einnig fram að Chelsea býst líka við að semja við Thiago Silva. Chelsea close to £90m Kai Havertz deal and expect to land Thiago Silva. By @JacobSteinberg and @FabrizioRomano https://t.co/EX2JIUZFZw— Guardian sport (@guardian_sport) August 24, 2020 Thiago Silva, fyrirliði PSG sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, er með lausan samning við franska félagið. Chelsea hefur einnig verið orðað við Ben Chilwell, vinstri bakvörð Leicester, sem mun kosta félagið í kringum 50 milljónir punda. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er að endurskipuleggja sóknarleik liðsins en áður hafði hann keypt þá Hakim Ziyech frá Ajax og Timo Werner frá Leipzig. Kai Havertz er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag en þessi 21 árs gamli sókndjarfri miðjumaður var með 12 mörk og 6 stoðsendingar í þýsku deildinni á nýlokinni leiktíð. Havertz er sagður vera búinn að samþykkja fimm ára samning og að Chelsea muni borga 80 milljónir evra strax en svo tuttugu milljónir evra til viðbótar seinna. Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er vissulega orðinn 35 ára gamall en hann ætti að geta komið með leikreynslu og leiðtogahæfileika inn í þetta unga Chelsea lið.
Enski boltinn Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira