Wayne Rooney hefur áhyggjur af því að Liverpool næli í Thiago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:00 Thiago Alcantara með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon í gær. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Thiago Alcantara sýndi stuðningsmönnum Liverpool hvað þeir gætu átt von á með stórleik sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney vonast til þess að Thiago endi ekki á Anfield. Liverpool hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar en hinn 29 ára gamli Thiago er sagður vilja prófa eitthvað nýtt á sínum ferli. Erlendir blaðamenn haga verið duglegir að skrifa Thiago til Liverpool og það eina sem er sagt standa í vegi fyrir því er mögulega of hátt verð sem Bayern vill fá fyrir hann. Wayne Rooney er ekki hrifinn af því að Liverpool liðið gæti fengið mann eins og Thiago Alcantara. Wayne Rooney has his say on the prospect of Thiago Alcantara moving to Liverpool https://t.co/rCEIMDd9JD— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 23, 2020 Wayne Rooney vill að Thiago velji frekar einhvern annan kost en að styrkja miðju Liverpool liðsins. Thiago Alcantara var umferðastjóri Bæjara á leið þeirra að Meistaradeildartitlinum og hefur verið mjög sigursæll hjá bæði Bayern og Barcelona. „Hann kom næstum því til United árið 2013 og nú er Liverpool orðað við hann. Hann er einn besti miðjumaðurinn í heimi og ég vona að hann komi ekki til Liverpool,“ skrifaði Wayne Rooney í pistli sínum í Sunday Times. „Hann getur unnið boltann, er yfirvegaður með hann og heldur hlutunum gangandi. Hann er alhliða miðjumaður og hefur eitthvað af öllu,“ skrifaði Rooney. "He almost came to United in 2013 and now Liverpool are linked with him. I just hope he doesn't go there!" Despite the deal being very close, Wayne Rooney is still hoping it falls through. https://t.co/C7MZCZwHHr— SPORTbible (@sportbible) August 24, 2020 „Hann bakkar upp pressuna hjá Bayern og dettur niður á völlinn til að fá boltann frá miðvörðunum en um leið er hann líka mættur þegar liðið spilar í hringum hinn teiginn,“ skrifaði Wayne Rooney. „Thiago eru frábær leikmaður og það væri vissulega gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Wayne Rooney en bara ekki í Liverpool-liðinu. Rooney þekkir ekkert annað en að „hata“ Liverpool, enda uppalinn hjá Everton og lék svo stærsta hluta ferils síns með Manchester United. Thiago Alcantara hefur unnið níu landstitla á ferlinum með Barcelona og Bayern auk fimm bikarmeistaratitla. Þá vann hann Meistaradeildina líka með Barcelona árið 2011 sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Thiago Alcantara sýndi stuðningsmönnum Liverpool hvað þeir gætu átt von á með stórleik sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney vonast til þess að Thiago endi ekki á Anfield. Liverpool hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar en hinn 29 ára gamli Thiago er sagður vilja prófa eitthvað nýtt á sínum ferli. Erlendir blaðamenn haga verið duglegir að skrifa Thiago til Liverpool og það eina sem er sagt standa í vegi fyrir því er mögulega of hátt verð sem Bayern vill fá fyrir hann. Wayne Rooney er ekki hrifinn af því að Liverpool liðið gæti fengið mann eins og Thiago Alcantara. Wayne Rooney has his say on the prospect of Thiago Alcantara moving to Liverpool https://t.co/rCEIMDd9JD— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 23, 2020 Wayne Rooney vill að Thiago velji frekar einhvern annan kost en að styrkja miðju Liverpool liðsins. Thiago Alcantara var umferðastjóri Bæjara á leið þeirra að Meistaradeildartitlinum og hefur verið mjög sigursæll hjá bæði Bayern og Barcelona. „Hann kom næstum því til United árið 2013 og nú er Liverpool orðað við hann. Hann er einn besti miðjumaðurinn í heimi og ég vona að hann komi ekki til Liverpool,“ skrifaði Wayne Rooney í pistli sínum í Sunday Times. „Hann getur unnið boltann, er yfirvegaður með hann og heldur hlutunum gangandi. Hann er alhliða miðjumaður og hefur eitthvað af öllu,“ skrifaði Rooney. "He almost came to United in 2013 and now Liverpool are linked with him. I just hope he doesn't go there!" Despite the deal being very close, Wayne Rooney is still hoping it falls through. https://t.co/C7MZCZwHHr— SPORTbible (@sportbible) August 24, 2020 „Hann bakkar upp pressuna hjá Bayern og dettur niður á völlinn til að fá boltann frá miðvörðunum en um leið er hann líka mættur þegar liðið spilar í hringum hinn teiginn,“ skrifaði Wayne Rooney. „Thiago eru frábær leikmaður og það væri vissulega gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Wayne Rooney en bara ekki í Liverpool-liðinu. Rooney þekkir ekkert annað en að „hata“ Liverpool, enda uppalinn hjá Everton og lék svo stærsta hluta ferils síns með Manchester United. Thiago Alcantara hefur unnið níu landstitla á ferlinum með Barcelona og Bayern auk fimm bikarmeistaratitla. Þá vann hann Meistaradeildina líka með Barcelona árið 2011 sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira