Wayne Rooney hefur áhyggjur af því að Liverpool næli í Thiago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:00 Thiago Alcantara með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon í gær. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Thiago Alcantara sýndi stuðningsmönnum Liverpool hvað þeir gætu átt von á með stórleik sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney vonast til þess að Thiago endi ekki á Anfield. Liverpool hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar en hinn 29 ára gamli Thiago er sagður vilja prófa eitthvað nýtt á sínum ferli. Erlendir blaðamenn haga verið duglegir að skrifa Thiago til Liverpool og það eina sem er sagt standa í vegi fyrir því er mögulega of hátt verð sem Bayern vill fá fyrir hann. Wayne Rooney er ekki hrifinn af því að Liverpool liðið gæti fengið mann eins og Thiago Alcantara. Wayne Rooney has his say on the prospect of Thiago Alcantara moving to Liverpool https://t.co/rCEIMDd9JD— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 23, 2020 Wayne Rooney vill að Thiago velji frekar einhvern annan kost en að styrkja miðju Liverpool liðsins. Thiago Alcantara var umferðastjóri Bæjara á leið þeirra að Meistaradeildartitlinum og hefur verið mjög sigursæll hjá bæði Bayern og Barcelona. „Hann kom næstum því til United árið 2013 og nú er Liverpool orðað við hann. Hann er einn besti miðjumaðurinn í heimi og ég vona að hann komi ekki til Liverpool,“ skrifaði Wayne Rooney í pistli sínum í Sunday Times. „Hann getur unnið boltann, er yfirvegaður með hann og heldur hlutunum gangandi. Hann er alhliða miðjumaður og hefur eitthvað af öllu,“ skrifaði Rooney. "He almost came to United in 2013 and now Liverpool are linked with him. I just hope he doesn't go there!" Despite the deal being very close, Wayne Rooney is still hoping it falls through. https://t.co/C7MZCZwHHr— SPORTbible (@sportbible) August 24, 2020 „Hann bakkar upp pressuna hjá Bayern og dettur niður á völlinn til að fá boltann frá miðvörðunum en um leið er hann líka mættur þegar liðið spilar í hringum hinn teiginn,“ skrifaði Wayne Rooney. „Thiago eru frábær leikmaður og það væri vissulega gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Wayne Rooney en bara ekki í Liverpool-liðinu. Rooney þekkir ekkert annað en að „hata“ Liverpool, enda uppalinn hjá Everton og lék svo stærsta hluta ferils síns með Manchester United. Thiago Alcantara hefur unnið níu landstitla á ferlinum með Barcelona og Bayern auk fimm bikarmeistaratitla. Þá vann hann Meistaradeildina líka með Barcelona árið 2011 sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Thiago Alcantara sýndi stuðningsmönnum Liverpool hvað þeir gætu átt von á með stórleik sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney vonast til þess að Thiago endi ekki á Anfield. Liverpool hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar en hinn 29 ára gamli Thiago er sagður vilja prófa eitthvað nýtt á sínum ferli. Erlendir blaðamenn haga verið duglegir að skrifa Thiago til Liverpool og það eina sem er sagt standa í vegi fyrir því er mögulega of hátt verð sem Bayern vill fá fyrir hann. Wayne Rooney er ekki hrifinn af því að Liverpool liðið gæti fengið mann eins og Thiago Alcantara. Wayne Rooney has his say on the prospect of Thiago Alcantara moving to Liverpool https://t.co/rCEIMDd9JD— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 23, 2020 Wayne Rooney vill að Thiago velji frekar einhvern annan kost en að styrkja miðju Liverpool liðsins. Thiago Alcantara var umferðastjóri Bæjara á leið þeirra að Meistaradeildartitlinum og hefur verið mjög sigursæll hjá bæði Bayern og Barcelona. „Hann kom næstum því til United árið 2013 og nú er Liverpool orðað við hann. Hann er einn besti miðjumaðurinn í heimi og ég vona að hann komi ekki til Liverpool,“ skrifaði Wayne Rooney í pistli sínum í Sunday Times. „Hann getur unnið boltann, er yfirvegaður með hann og heldur hlutunum gangandi. Hann er alhliða miðjumaður og hefur eitthvað af öllu,“ skrifaði Rooney. "He almost came to United in 2013 and now Liverpool are linked with him. I just hope he doesn't go there!" Despite the deal being very close, Wayne Rooney is still hoping it falls through. https://t.co/C7MZCZwHHr— SPORTbible (@sportbible) August 24, 2020 „Hann bakkar upp pressuna hjá Bayern og dettur niður á völlinn til að fá boltann frá miðvörðunum en um leið er hann líka mættur þegar liðið spilar í hringum hinn teiginn,“ skrifaði Wayne Rooney. „Thiago eru frábær leikmaður og það væri vissulega gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Wayne Rooney en bara ekki í Liverpool-liðinu. Rooney þekkir ekkert annað en að „hata“ Liverpool, enda uppalinn hjá Everton og lék svo stærsta hluta ferils síns með Manchester United. Thiago Alcantara hefur unnið níu landstitla á ferlinum með Barcelona og Bayern auk fimm bikarmeistaratitla. Þá vann hann Meistaradeildina líka með Barcelona árið 2011 sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira