Íslenski boltinn

Steven Lennon sá tíundi markahæsti frá upphafi | Þjálfarinn myndi ekki skipta á honum og neinum öðrum

Ísak Hallmundarson skrifar
Steven Lennon er magnaður. Hann sést hér til hægri.
Steven Lennon er magnaður. Hann sést hér til hægri. vísir/daníel

Steven Lennon frá Skotlandi skoraði þrennu fyrir FH gegn HK í Pepsi Max deild karla í gær. Hann hefur nú skorað 82 mörk í deild þeirra bestu á Íslandi og er í tíunda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi.

Hann er markahæstur í Pepsi Max deild karla með ellefu mörk í ellefu leikjum þetta tímabil.

„Þetta er leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga, hvort sem það er á æfingu, í leikjum eða inni í klefa, og ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um Lennon.

Eiður er ánægður að hafa Skotann innan herbúða FH og myndi ekki skipta honum fyrir neinn annan leikmann.

„Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann skorar og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.“

Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH og liðsfélagi Steven Lennon segir hann hreint einstakan leikmann.

„Fyrst og fremst ótrúlegur, með mjög góða tækni og leikskilning. Svo finnst mér hann í ár hafa enduruppgötvað aðeins hlaupin sín bakvið vörnina. Hann hefur verið mjög góður í því í sumar finnst mér.

Hans helstu kostir eru hvað hann er ótrúlega góður fótboltamaður og frábær að klára færin sín,“ sagði Davíð Þór við Sportpakkann.

Allt innslagið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×