Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 17:00 Mótmælendur í Mínsk í dag veifa fána stjórnarandstöðunnar. EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. Mótmælendur hafa mótmælt undanfarnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninganna umdeildu lágu fyrir. Lúkasjenkó hefur gengt embætti forseta frá árin 1994. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir og virðist ekkert lát ætla að verða á baráttunni gegn forsetanum. Lúkasjenkó hefur heitið því að stöðva mótmælin og hefur hann sakað mótmælendur um að njóta stuðnings erlendra afla. Vara mótmælendur við því að koma nálægt minnisvörðum Á götum Mínsk sést varla í annað en hvítan og rauðan einkennisfána stjórnarandstöðunnar sem nánast hver mótmælandi ber. Mótmælendur héldu að minnisvarða sem var umkringdur öryggissveitum leyniþjónustunnar. Varnarmálaráðuneytið hefur hingað til látið lögregluna um að halda aftur af mótmælendum en gaf út í dag að það myndi héðan af sjá um að vernda minnisvarða og varaði mótmælendur sérstaklega við því. Varla sést í annað en hvítan og rauðan fána stjórnarandstöðunnar á götum Mínsk.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Ráðuneytið sagði í viðvöruninni að minnisvarðar, sérstaklega þeir sem reistir voru til minningar um síðari heimsstyrjöldina, væru heilagir og ekki mætti vanvirða þá. Þá gaf innanríkisráðuneyti landsins út yfirlýsingu sem sagði að mótmæli sem ekki hefðu fengið samþykki yfirvalda væru flokkuð sem ólögleg. Sakar NATO um að vilja koma nýjum forseta til valda Lúkasjenkó hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri Hvíta-Rússlands. Hann sagði að hermenn í Póllandi og Litháen væru að búa sig undir að ráðast inn í landið og heldur því einnig fram að Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, beiti sig nú fyrir því að koma Lúkasjenkó frá völdum og nýjum forseta á stól. Þá sagði hann að hvít-rússneskar hersveitir verði sendar til landamæranna í vesturhluta landsins til að verjast meintri ógn. NATO segir ásakanir Lúkasjenkó ekki á rökum reistar. Engin ógn stafi að Hvíta-Rússlandi af bandalaginu. Þá hafa stjórnvöld í Póllandi einnig hafnað ásökunum og segja aðeins um áróður hvít-rússnesku stjórnarinnar að ræða. Mynda mannlega keðju frá Vilníus að landamærum Hvíta-Rússlands Um 50 þúsund manns hafa myndað mannlega keðju frá Vilníus í Litháen að landamærum Hvíta-Rússlands nú síðdegis í dag. Leiðin er um 40 km löng en sambærileg keðja var mynduð árið 1989 sem náði í gegn um Eistland, Lettland og Litháen þegar ríkin börðust fyrir sjálfstæði sínu. Sú keðja var um 600 km löng og tóku tvær milljónir manna þátt í að mynda hana samkvæmt frétt RÚV. Í mótmælunum í Hvíta-Rússlandi, sem eru nú á sínum þrettánda degi, hafa minnst fjórir látið lífið og hafa mótmælendur einnig haldið því fram að þeir hafi verið pyntaðir í haldi lögreglu. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Lúkasjenkó hlaut í kosningunum, samkvæmt opniberum kosningatölum, um 80 prósent atkvæða en andstæðingur hans Svetlana Tsikhanovskaya hlaut um 10 prósent atkvæða. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar, sem og stjórnarandstaðan og mótmælendur, hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega en engir sjálfstæðir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Lúkasjenkó hafi beitt stórfelldu kosningasvindli til að tryggja sér sigur. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi. 22. ágúst 2020 22:38 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. Mótmælendur hafa mótmælt undanfarnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninganna umdeildu lágu fyrir. Lúkasjenkó hefur gengt embætti forseta frá árin 1994. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir og virðist ekkert lát ætla að verða á baráttunni gegn forsetanum. Lúkasjenkó hefur heitið því að stöðva mótmælin og hefur hann sakað mótmælendur um að njóta stuðnings erlendra afla. Vara mótmælendur við því að koma nálægt minnisvörðum Á götum Mínsk sést varla í annað en hvítan og rauðan einkennisfána stjórnarandstöðunnar sem nánast hver mótmælandi ber. Mótmælendur héldu að minnisvarða sem var umkringdur öryggissveitum leyniþjónustunnar. Varnarmálaráðuneytið hefur hingað til látið lögregluna um að halda aftur af mótmælendum en gaf út í dag að það myndi héðan af sjá um að vernda minnisvarða og varaði mótmælendur sérstaklega við því. Varla sést í annað en hvítan og rauðan fána stjórnarandstöðunnar á götum Mínsk.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Ráðuneytið sagði í viðvöruninni að minnisvarðar, sérstaklega þeir sem reistir voru til minningar um síðari heimsstyrjöldina, væru heilagir og ekki mætti vanvirða þá. Þá gaf innanríkisráðuneyti landsins út yfirlýsingu sem sagði að mótmæli sem ekki hefðu fengið samþykki yfirvalda væru flokkuð sem ólögleg. Sakar NATO um að vilja koma nýjum forseta til valda Lúkasjenkó hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri Hvíta-Rússlands. Hann sagði að hermenn í Póllandi og Litháen væru að búa sig undir að ráðast inn í landið og heldur því einnig fram að Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, beiti sig nú fyrir því að koma Lúkasjenkó frá völdum og nýjum forseta á stól. Þá sagði hann að hvít-rússneskar hersveitir verði sendar til landamæranna í vesturhluta landsins til að verjast meintri ógn. NATO segir ásakanir Lúkasjenkó ekki á rökum reistar. Engin ógn stafi að Hvíta-Rússlandi af bandalaginu. Þá hafa stjórnvöld í Póllandi einnig hafnað ásökunum og segja aðeins um áróður hvít-rússnesku stjórnarinnar að ræða. Mynda mannlega keðju frá Vilníus að landamærum Hvíta-Rússlands Um 50 þúsund manns hafa myndað mannlega keðju frá Vilníus í Litháen að landamærum Hvíta-Rússlands nú síðdegis í dag. Leiðin er um 40 km löng en sambærileg keðja var mynduð árið 1989 sem náði í gegn um Eistland, Lettland og Litháen þegar ríkin börðust fyrir sjálfstæði sínu. Sú keðja var um 600 km löng og tóku tvær milljónir manna þátt í að mynda hana samkvæmt frétt RÚV. Í mótmælunum í Hvíta-Rússlandi, sem eru nú á sínum þrettánda degi, hafa minnst fjórir látið lífið og hafa mótmælendur einnig haldið því fram að þeir hafi verið pyntaðir í haldi lögreglu. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Lúkasjenkó hlaut í kosningunum, samkvæmt opniberum kosningatölum, um 80 prósent atkvæða en andstæðingur hans Svetlana Tsikhanovskaya hlaut um 10 prósent atkvæða. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar, sem og stjórnarandstaðan og mótmælendur, hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega en engir sjálfstæðir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Lúkasjenkó hafi beitt stórfelldu kosningasvindli til að tryggja sér sigur.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi. 22. ágúst 2020 22:38 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi. 22. ágúst 2020 22:38
Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35
Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59