Farþegarnir lifðu fyrstu eldflaugina af Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 10:21 Upptökur úr flugvélinni sýna að farþegar voru lifandi áður en seinni eldflaugin hitti og flugvélin hrapaði í ljósum logum. AP/Ebrahim Noroozi Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar. Á meðal þeirra gagna eru upptökur af samtölum flugmanna flugvélarinnar og sýna gögnin að tvær eldflaugar hittu flugvélina með 25 sekúndna millibili og að einhverjir farþegar voru á lífi eftir að fyrsta eldflaugin hitti. Flugritarnir voru sendir til Frakklands í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu sem Reuters fréttaveitan vitnar í segir Touraj Dehgahani-Zanganeh, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Íran, að nítján sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin hitti flugvélinni sýni upptökur af samtali flugmannanna að farþegarnir hafi enn verið á lífi. Seinni eldflaugin hitti svo nokkrum sekúndum síðar og flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum logum. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Sjá einnig: Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Yfirvöld í Íran hafa átt í viðræðum við þau ríki sem koma að málinu um rannsóknina og mögulegar bætur. Til stendur að áframhaldandi viðræður fari fram í haust. Komið hefur fram að hermennirnir sem yfirvöld í Íran segi að hafi skotið niður flugvélina fyrir mistök hafi ekki náð sambandi við yfirmenn sína. Loftvarnakerfið rússneska sem notað var til að skjóta flugvélina niður hafði nýverið verið fært og var ekki miðað í rétta átt. Íran Úkraína Fréttir af flugi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar. Á meðal þeirra gagna eru upptökur af samtölum flugmanna flugvélarinnar og sýna gögnin að tvær eldflaugar hittu flugvélina með 25 sekúndna millibili og að einhverjir farþegar voru á lífi eftir að fyrsta eldflaugin hitti. Flugritarnir voru sendir til Frakklands í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu sem Reuters fréttaveitan vitnar í segir Touraj Dehgahani-Zanganeh, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Íran, að nítján sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin hitti flugvélinni sýni upptökur af samtali flugmannanna að farþegarnir hafi enn verið á lífi. Seinni eldflaugin hitti svo nokkrum sekúndum síðar og flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum logum. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Sjá einnig: Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Yfirvöld í Íran hafa átt í viðræðum við þau ríki sem koma að málinu um rannsóknina og mögulegar bætur. Til stendur að áframhaldandi viðræður fari fram í haust. Komið hefur fram að hermennirnir sem yfirvöld í Íran segi að hafi skotið niður flugvélina fyrir mistök hafi ekki náð sambandi við yfirmenn sína. Loftvarnakerfið rússneska sem notað var til að skjóta flugvélina niður hafði nýverið verið fært og var ekki miðað í rétta átt.
Íran Úkraína Fréttir af flugi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira