Innlent

Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita

Andri Eysteinsson skrifar
Álftamýrarskóli er einn skólanna þriggja.
Álftamýrarskóli er einn skólanna þriggja. Reykjavíkurborg

Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki.

Starfsmenn Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla munu þurfa að sæta sóttkví eftir að starfsmaður skólanna greindist smitaður af kórónuveirunni. Skólastjóri Álftamýrarskóla, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, staðfesti þetta í samtali við Vísi í kvöld.

Starfsmaðurinn sem greindist smitaður af veirunni flakkar á milli skólanna tveggja og verður því röskun á starfi á báðum stöðum. Skólasetningu sem ráðgerð var eftir helgi verður frestað af þeim sökum.

Hvassaleitisskóla hefur því verið lokað til og með 2. september en skólasetningu Álftamýrarskóla frestað til 7. september.

Alls hefur skólasetningu því verið frestað í þremur skólum vegna COVID-19 smita en það er þá í Álftamýrarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar og Hvassaleitisskóla



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×