Enski boltinn

Maguire heldur fram sakleysi sínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Maguire heldur fram sakleysi sínu.
Maguire heldur fram sakleysi sínu. Laurence Griffiths/Getty Images

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku.

Samkvæmt frétt Sky Sports þá heldur Harry Maguire – fyrirliði Manchester United - fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í vikunni. Ýmsar söguagnir eru í gangi um hvað átti sér stað.

Voru tveir aðrir menn handteknir ásamt Maguire fyrir að rífast og slást við lögreglumenn ásamt því að einn þremenningana ku hafa reynt að múta lögreglumanni.

Maguire kom fyrir rétt í dag og var rúman klukkutíma inn í réttarsalnum. Hefur réttarhaldinu verið frestað til þriðjudags. Hins vegar þurfa þremenningarnir ekki að vera viðstaddir í réttarhaldinu sjálfu.

Maguire neitaði að veita viðtal er hann yfirgaf dómsalinn en lögmaður hans sagði við blaðamenn „að Maguire væri frjáls ferða sinna, sem stendur.“

Óvissa ríkir um hver af þremenningunum er ásakaður um hvað en alvarlegasta ásökunin er að einn hafi reynt að múta lögregluþjóni. Því gæti fylgt allt að þriggja ára fangelsisvist.

Maguire er í fríi með vinum og fjölskyldu í Grikklandi eftir að hafa fengið tveggja vikna frí eftir tap Manchester United gegn Sevilla í Evrópudeildinni. 

Sagt er að ókunnugur karlmaður hafi rekið oddhvassann hlut í hendina á systur Maguire og því hafi hann, og hinir tveir mennirnir, brugðist illa við.

Atburðarrásin er þó enn nokkuð óljóst og ekki víst hver niðurstaða málsins verður. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×