Vandræði Víkinga halda áfram | Fyrirliðinn sendur í ótímabundið leyfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 10:30 Emir Dokara er enn leikmaður Víkinga en hann er þó kominn í ótímabundið leyfi. Vísir/Daníel Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki