Vandræði Víkinga halda áfram | Fyrirliðinn sendur í ótímabundið leyfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 10:30 Emir Dokara er enn leikmaður Víkinga en hann er þó kominn í ótímabundið leyfi. Vísir/Daníel Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Sumarið 2020 virðist ætla að verða algjört martraðarsumar fyrir knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur. Jón Pál Pálmasyni var sagt upp störfum fyrr í sumar og tók Guðjón Þórðarson við liðinu út sumarið. Gengið hefur verið skelfilegt síðan Guðjón tók við og er liðið í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Jón Páll hefur segir Víkinga hafa vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta. Þá þurfti liðið að fara í sóttkví á dögunum. Síðan Guðjón tók við stjórnartaumum Víkings hefur liðið unnið einn leik og tapað þremur. Markatalan er átta í mínus, 5-13, í fjórum leikjum. Í gærkvöld birti Emir Dokara – fyrirliði liðsins – pistil á stuðningsmannasíðu félagsins [sem hefur nú verið eytt]. Þar sagði Dokara að Guðjón hefði rekið sig frá félaginu án útskýringa. Í kjölfarið birti knattspyrnudeild Víkings Ó. yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem sagt er að Dokara sé enn leikmaður liðsins en hann sé kominn í ótímabundið leyfi. „Stjórn knattspyrndeildar Víkings Ó. hefur í samráði við Emir Dokara, leikmann félagsins, og Guðjón Þórðarson, þjálfara félagsins, ákveðið að Emir Dokara fari í ótímabundið leyfi frá félaginu.Emir er áfram leikmaður félagsins og fréttir sem benda til annars eru ekki réttar. Félagið mun ekki tjá sig nánar um málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þó færslu Dokara hafi verið eytt skömmu eftir að hún fór í loftið þá náðist nú samt að taka skjáskot af henni. „Langar að tilkynna að ég er ekki lengur leikmaður Víkings þetta tímabil. Í dag var ég rekinn af nýjum þjálfara án þess að vita af hverju,“ segir til að mynda í færslu Dokara. Frábær þjálfaraskipti hjá mínum gömlu félögum í Ólafsvík. pic.twitter.com/UxKU3jEZtl— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 21, 2020 Samkvæmt heimildum Vísis ku hafa verið ósætti meðal þeirra Dokara og Guðjóns nánast frá því sá síðarnefndi tók við. Sauð allt upp úr á æfingu og Guðjón sagði fyrirliðanum að hann væri rekinn frá félaginu. Það er ljóst að Víkingar hafa munað fífil fegurri en þetta sumar virðist vera breytast í algera martröð. Það eina sem virðist ætla að bjarga þeim frá falli er getuleysi Þróttar Reykjavíkur og Magna Grenivíkur. Hinn 34 ára gamli Dokara hefur verið leikmaður Víkings frá árinu 2011. Hefur hann lekið 181 leik fyrir félagið í deild- og bikar. Hefur hann verið fyrirliði liðsins frá árinu 2018.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira