Kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaleiðinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 19:00 Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur. Almennt atvinnuleysi í júlí var 7,9% samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. 6400 manns hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur og 2500 manns eru á hlutabótaleið stjórnvalda. Það úrræði rennur að óbreyttu út um mánaðarmótin. Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér ályktun þar sem meðal annars er lagt er til að atvinnuleysisbætur hækki í 318 þúsund krónur á mánuði og hlutabótaleið stjórnvalda verði framlengt til 1. júní á næsta ári. „Við erum núna að fara yfir gagnvart atvinnuleysistryggingum atriði eins og hlutabætur og framhald þeirra. Í kjölfarið verða ýmis önnur atriði til skoðunar eins og til dæmis hækkun atvinnuleysisbóta. Það kann að vera að þetta verði sett fram á haustþingi“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Ásmundur segir jafnframt að verið sé að undirbúa aðgerðir þar sem langtímaatvinnulausir geti farið í nám án þess að missa bætur. Um er að ræða atvinnu-og menntaúrræði sem nefnist Nám er vinnandi vegur II en eftir bankahrunið var farið í sams konar átak. Þar verða atvinnuleitiendur hvattir til að hefja formlegt starfs og tækninám í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. „Það hefur verið fullur einhugur í ríkisstjórninni um þetta og við eigum von á því að þetta verði kynnt í næstu viku,“ segir Ásmundur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur. Almennt atvinnuleysi í júlí var 7,9% samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. 6400 manns hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur og 2500 manns eru á hlutabótaleið stjórnvalda. Það úrræði rennur að óbreyttu út um mánaðarmótin. Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér ályktun þar sem meðal annars er lagt er til að atvinnuleysisbætur hækki í 318 þúsund krónur á mánuði og hlutabótaleið stjórnvalda verði framlengt til 1. júní á næsta ári. „Við erum núna að fara yfir gagnvart atvinnuleysistryggingum atriði eins og hlutabætur og framhald þeirra. Í kjölfarið verða ýmis önnur atriði til skoðunar eins og til dæmis hækkun atvinnuleysisbóta. Það kann að vera að þetta verði sett fram á haustþingi“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Ásmundur segir jafnframt að verið sé að undirbúa aðgerðir þar sem langtímaatvinnulausir geti farið í nám án þess að missa bætur. Um er að ræða atvinnu-og menntaúrræði sem nefnist Nám er vinnandi vegur II en eftir bankahrunið var farið í sams konar átak. Þar verða atvinnuleitiendur hvattir til að hefja formlegt starfs og tækninám í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. „Það hefur verið fullur einhugur í ríkisstjórninni um þetta og við eigum von á því að þetta verði kynnt í næstu viku,“ segir Ásmundur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira