„Þetta verður ekki auðvelt“ Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 11:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45