Innlent

Ís­lensk stjórn­völd mót­mæla að­gerðum banda­rískra stjórn­valda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við sendiherra Bandaríkjanna hér á landi í morgun og kom þessum mótmælum á framfæri.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við sendiherra Bandaríkjanna hér á landi í morgun og kom þessum mótmælum á framfæri. Vísir/Vilhelm
Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar.

Þetta kemur fram í eftirfarandi tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu:

Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld kynntu í gærkvöldi. Þær fela í sér komubann ferðamanna sem dvalið hafa í Schengen-ríkjum og munu geta haft alvarleg áhrif á Íslandi, einkum fyrir ferðaþjónustu.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun samtal við sendiherra Bandaríkjanna, og í kjölfarið fund með staðgengli hans, til þess að koma mótmælum á framfæri. Ráðherra hefur í þessum samtölum við bandarísk stjórnvöld lagt á það ríka áherslu að Ísland verði undanþegið ákvæðunum í ljósi landfræðilegrar sérstöðu sinnar og víðtækra aðgerða sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til til að hefta útbreiðslu COVID-19 hér á landi.

Guðlaugur Þór hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd við fyrsta tækifæri til að ræða þá stöðu sem upp er komin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×