Enski boltinn

Mourin­ho sagði stuðnings­manninn hafa móðgað Dier og fjöl­skyldu hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dier í stúkunni eftir leikinn í gær.
Dier í stúkunni eftir leikinn í gær. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur með Eric Dier, leikmanni liðsins, eftir skógarferð hans upp í stúku eftir leik Tottenham og Norwich í enska bikarnum.

Það var mikil dramatík á Tottenham-leikvangingum í gær. Ekki bara inni á vellinum þar sem leikurinn fór í vítaspyrnukeppni heldur einnig eftir leikinn þar sem miðjumaðurinn virtist hafa misst stjórn á skapi sínu.

Myndir og myndbönd bárust af Dier eftir leikinn hlaupandi upp stúkuna til þess að reyna ná einum stuðningsmanni félagsins en nú er komið í ljós hvað átti sér stað.







„Ég held að Eric Dier hafi gert eitthvað sem við atvinnumenn getum ekki gert en undir þessum kringumstæðum held ég að allir okkar hefðu gert þetta,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

„Þegar einhver móðgar þig og fjölskyldan þín er þarna og fjölskyldan verður einnig fyrir barðinu hjá þeim sem er að móðga þig, í þessu máli yngri bróðir Erics. Ég held að þetta hafi ekki verið rétt en eitthvað sem við hefðum allir gert.“



„Hann móðgaði Eric, fjölskylda hans var þarna og yngri bróðir hans var ekki ánægður með stöðuna. Ég styð leikmanninn og skil hann.“

Tottenham er eftir tapið í gær úr leik í enska bikarnum og er í erfiðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn Leipzig í Meistaradeildinni sem fer fram í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×