Enski boltinn

Aðal­fram­herji Tyrkja og sam­herji Gylfa missir af EM í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tosun verður lengi frá.
Tosun verður lengi frá. vísir/getty/samsett

Cenk Tosun, framherji Everton sem var á láni hjá Crystal Palace, er með slitið fremra krossband og spilar ekki meira á leiktíðinni né á Evrópumótinu í sumar.

Tosun meiddist á æfingu hjá Crystal Palace í vikunni og snéri til baka til Everton til frekari skoðunnar. Þar kom í ljós að krossbandið er slitið og tímabilinu lokið.

Þetta er einnig áfall fyrir Tyrki því Tosun er þeirra helsti framherji en hann verður þar af leiðandi ekki með á Evrópumótinu sem fer fram víðast hvar um Evrópu í sumar.







Tosun hefur skorað 16 mörk í 42 leikjum fyrir tyrkneska landsliðið frá því að hann lék sinn fyrsta leik árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×