Fótbolti

Tap gegn Skotum á Spáni | Stórsigur U19-liðsins

Sindri Sverrisson skrifar
Sigríður Lára Garðarsdóttir einbeitt í leiknum við Skota í dag.
Sigríður Lára Garðarsdóttir einbeitt í leiknum við Skota í dag. twitter/@pinatararena

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði í dag fyrir Skotlandi, 1-0, á Pinatar-mótinu á Spáni.

Ísland hafði unnið Norður-Írland í fyrsta leik á mótinu, 1-0, en Skotland vann Úkraínu 3-0. Síðasti leikur Íslands er við Úkraínu á þriðjudaginn.

Það var Abbi Grant sem skoraði eina mark leiksins í dag, snemma í seinni hálfleik, með góðu skoti rétt innan teigs eftir að hafa sótt að Ingibjörgu Sigurðardóttur sem bakkaði frá henni.

Fjórar breytingar voru á byrjunarliði Íslands frá fyrsta leik og bar Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliðabandið.

Þessar spiluðu leikinn í dag: Sandra Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (fyrirliði), Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir (Fanndís Friðriksdóttir 86.), Sigríður Lára Garðarsdóttir (Elísa Viðarsdóttir 72.), Natasha Anasi (Sandra María Jessen 72.), Rakel Hönnudóttir (Agla María Albertsdóttir 86.), Elín Metta Jensen (Svava Rós Guðmundsdóttir 72.).

Á sama tíma vann U19-landslið Íslands stórsigur á-gegn Ítalíu á La Manga, skammt frá leikstað A-landsliðsins, í vináttulandsleik. Karen María Sigurgeirsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoruðu tvö mörk hvor, og þær Áslaug Munda Gunnlagusdóttir, Barbára Sól Gísladóttir og Linda Líf Boama eitt mark hver. Áður hafði liðið unnið Sviss 4-1 en Ísland mætir Þýskalandi á mánudaginn í lokaleik sínum á þessu æfingamóti.

Beina útsendingu frá leik Íslands og Skotlands mátti sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sennilega okkar slakasti landsleikur

Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×