„Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 18:32 Byrjunarlið Íslands í fyrsta A-landsleik Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur í dag. twitter/@pinatararena „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Sjá meira
Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00
Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36
Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30
Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09