„Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 18:32 Byrjunarlið Íslands í fyrsta A-landsleik Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur í dag. twitter/@pinatararena „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Sjá meira
„Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Sjá meira
Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00
Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36
Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30
Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09