Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 12:26 Laura Loomer er þekkt fyrir hatursfullar yfirlýsingar gegn múslimum og samsæriskernningar, meðal annars varðandi skotárásir í bandarískum skólum Getty/Stephanie Keith Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent