Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 12:26 Laura Loomer er þekkt fyrir hatursfullar yfirlýsingar gegn múslimum og samsæriskernningar, meðal annars varðandi skotárásir í bandarískum skólum Getty/Stephanie Keith Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira