Fylkiskonur fimm sætum ofar þökk sé hinni sautján ára gömlu Cecilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 16:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið frábær í marki Fylkisliðsins í sumar ekki síst í sigurleikjunum tveimur á móti Selfossi. Vísir/Bára Frammistaða Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylkismarkinu í sumar á mikinn þátt í því að Árbæjarliðið er meðal efstu liðanna en ekki meðal þeirra neðstu. Fylkiskonur eiga nefnilega mjög góðan leikmann í hinni sautján ára gömlu Cecilíu Rán og þetta sýnir tölfræðin vel. Varnarmennirnir eiga vissulega mikinn þátt í þessu líka en það er Cecilíu Rán sem er að koma í veg fyrir mörkin með því að verja frá mótherjum í dauðafærum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti stórleik í marki Fylkis á Selfossi á sunnudaginn þegar Fylkiskonur tóku með sér öll þrjú stigin þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar stóran hluta leiksins. Fylkir vann leikinn á endanum 1-0 þökk sé marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur í uppbótatíma. Wyscout tekur saman ítarlega tölfræði úr Pepsi Max deildunum fyrir KSÍ og félögin en þar kemur oft ýmislegt fróðlegt fram. Wyscout er meðal annars með XG-tölfræðina sína sem við höfum þýtt markalíkur á íslensku. Út frá því eru síðan reiknuð úrslit leikja og þar sem stigin sem félögin hafa í raun átt skilið úr sínum leikjum. Gæði marktækifæra liðanna er metið út frá ákveðnum reglum og út frá því eru síðan reiknaðar markalíkur eða hversu mörg mörk liðið hefði átt að skora í viðkomandi leik. Samkvæmt markalíkunum úr leiknum á Selfossi á sunnudaginn þá áttu Selfosskonur að skora 3,75 mörk í leiknum en þær skoruðu ekki neitt. Þetta er enn eitt dæmið um leik hjá Fylkisliðinu í sumar þar sem liðið nær stigum út úr leik þar sem andstæðingarnir skapa sér mun fleiri færi. Fylkiskonur treysta mikið á hina sautján ára gömlu Cecilíu Rán Rúnarsdóttir í markinu og hún er vissulega búin að koma í veg fyrir mörg mörk í sumar. Fylkisliðið komst upp í þriðja sætið með sigrinum á Selfossi. Samkvæmt markalíkunum þá ætti Árbæjarliðið hins vegar að vera aðeins í áttunda sæti. Selfoss, Stjarnan, Þór/KA, Þróttur og KR ættu því öll að vera ofar í töflunni en Fylkir ef að sköpuð marktækifæri myndu ráða. Fylkiskonur hafa fengið 8,1 fleiri stig en þær hafa átt að fá og Fylkisliðið ætti að vera búið að fá á sig meira en sjö mörkum meira. Stigin eru 15 en ættu að vera 6,9. Markatalan er 12-11 en ætti að vera 9,2-18,3. Markatalan er +1 en ætti í raun að vera -9,1. Leikur Breiðabliks og Þór/KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma fer fram leikur Fylkis og ÍBV í Árbænum en hann verður sýndur beint á Vísi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum vegna sóttvarnarreglna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Frammistaða Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylkismarkinu í sumar á mikinn þátt í því að Árbæjarliðið er meðal efstu liðanna en ekki meðal þeirra neðstu. Fylkiskonur eiga nefnilega mjög góðan leikmann í hinni sautján ára gömlu Cecilíu Rán og þetta sýnir tölfræðin vel. Varnarmennirnir eiga vissulega mikinn þátt í þessu líka en það er Cecilíu Rán sem er að koma í veg fyrir mörkin með því að verja frá mótherjum í dauðafærum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti stórleik í marki Fylkis á Selfossi á sunnudaginn þegar Fylkiskonur tóku með sér öll þrjú stigin þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar stóran hluta leiksins. Fylkir vann leikinn á endanum 1-0 þökk sé marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur í uppbótatíma. Wyscout tekur saman ítarlega tölfræði úr Pepsi Max deildunum fyrir KSÍ og félögin en þar kemur oft ýmislegt fróðlegt fram. Wyscout er meðal annars með XG-tölfræðina sína sem við höfum þýtt markalíkur á íslensku. Út frá því eru síðan reiknuð úrslit leikja og þar sem stigin sem félögin hafa í raun átt skilið úr sínum leikjum. Gæði marktækifæra liðanna er metið út frá ákveðnum reglum og út frá því eru síðan reiknaðar markalíkur eða hversu mörg mörk liðið hefði átt að skora í viðkomandi leik. Samkvæmt markalíkunum úr leiknum á Selfossi á sunnudaginn þá áttu Selfosskonur að skora 3,75 mörk í leiknum en þær skoruðu ekki neitt. Þetta er enn eitt dæmið um leik hjá Fylkisliðinu í sumar þar sem liðið nær stigum út úr leik þar sem andstæðingarnir skapa sér mun fleiri færi. Fylkiskonur treysta mikið á hina sautján ára gömlu Cecilíu Rán Rúnarsdóttir í markinu og hún er vissulega búin að koma í veg fyrir mörg mörk í sumar. Fylkisliðið komst upp í þriðja sætið með sigrinum á Selfossi. Samkvæmt markalíkunum þá ætti Árbæjarliðið hins vegar að vera aðeins í áttunda sæti. Selfoss, Stjarnan, Þór/KA, Þróttur og KR ættu því öll að vera ofar í töflunni en Fylkir ef að sköpuð marktækifæri myndu ráða. Fylkiskonur hafa fengið 8,1 fleiri stig en þær hafa átt að fá og Fylkisliðið ætti að vera búið að fá á sig meira en sjö mörkum meira. Stigin eru 15 en ættu að vera 6,9. Markatalan er 12-11 en ætti að vera 9,2-18,3. Markatalan er +1 en ætti í raun að vera -9,1. Leikur Breiðabliks og Þór/KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma fer fram leikur Fylkis og ÍBV í Árbænum en hann verður sýndur beint á Vísi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum vegna sóttvarnarreglna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira