Forseti og forsætisráðherra Malí handteknir af uppreisnarhermönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 20:58 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir hóp fólks sem safnast hefur saman á Sjálfstæðistorginu í Bamako í Malí fagna hermönnum sem keyra í gegn um þvöguna. Getty/Stringer Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima. Malí Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima.
Malí Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira