Erlent

Árásarmaðurinn í Þýskalandi nafngreindur

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst tíu eru látnir eftir að Rathjen framdi tvær skotárásir á vatnspípubari í Hanau í Þýskalandi í gærkvöldi.
Minnst tíu eru látnir eftir að Rathjen framdi tvær skotárásir á vatnspípubari í Hanau í Þýskalandi í gærkvöldi.

Árásarmaðurinn í Hanau í Þýskalandi hefur verið nafngreindur af fjölmiðlum. Hann hét Tobias Rathjen og var 43 ára gamall bankastarfsmaður. Hann er sagður hafa verið hægri—öfgamaður og rasisti. Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn málsins vegna alvarleika þess og eru árásirnar skilgreindar sem hryðjuverk.

Minnst tíu eru látnir eftir að Rathjen framdi tvær skotárásir á vatnspípubari í Hanau í Þýskalandi í gærkvöldi. Hann fannst látinn á heimili sínu nokkrum klukkustundum síðar en þar fannst einnig lík eldri konu sem sögð er vera móðir hans.

Lögreglan skoðar nú bæði bréf og myndband sem Rathjen skyldi eftir sig.

Sjá einnig: Árásarmaðurinn fannst látinn á heimili sínu

Nokkrum dögum fyrir árásirnar birti Rathjen myndband á Youtube þar sem hann hélt því meðal annars fram að leynileg öfl beittu hugsanastjórn til að stjórna Bandaríkjunum úr skuggunum. Þar í landi væru neðanjarðar herstöðvar þar sem djöfladýrkun væri stunduð og börn væru misnotuð og myrt. Allir Bandaríkjamenn þyrftu að berjast til að binda enda á þessi meintu ódæði.

„Vaknið! Þetta er raunverulega ástandið í landinu ykkar,“ sagði hann í myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×