Snarræði slökkviliðsmanna kom í veg fyrir að ekki fór enn verr Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 11:45 Eigandi Vélsmiðjunnar Hamars segir hjarta fyrirtækisins hafa brunnið í nótt. Vísir/Vilhelm Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37
„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06