Hafa samið við Talibana um frið Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 13:04 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Caballero-Reynolds Bandaríkin hafa gert samkomulag við Talibana um að draga úr átökum í ríkinu stríðshrjáða á næstu sjö dögum. Svo verði skrifað undir friðarsáttmála að því tímabili loknu. Tímabil þetta mun hefjast í kvöld og standa yfir í sjö daga. Til stendur að skrifa undir friðarsáttmála í Katar þann 29. febrúar næstkomandi. Sá sáttmáli mun opna á brottflutning hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan en stríðið þar er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að um mikilvægt skref í átt að langvarandi friði sé um að ræða. After decades of conflict, we have come to an understanding with the Taliban on a significant reduction in violence across #Afghanistan. This is an important step on a long road to peace, and I call on all Afghans to seize this opportunity.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) February 21, 2020 Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er framhaldið alls ekki ljóst. Pompeo sagði í tilkynningu að viðræður innan Afganistan myndu hefjast á næstunni en hann tók ekki fram hverjir myndu taka þátt í þeim. Stjórnvöld Afganistan hafa enn ekki fengið að koma að viðræðunum með nokkrum hætti en Talibanar hafa neitað að ræða við ríkisstjórnina. Yfirkjörstjórn Afganistan lýsti því yfir nýverið að Ashraf Ghani hefði unnið forsetakosningarnar í september. Andstæðingur hans hefur þó fordæmt kosningarnar og það hafa Talibanar gert líka. Stríðið í Afganistan hófst árið 2001, þegar Bandaríkin gerðu innrás í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september. Talibanar studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda og veittu þeim skjól í Afganistan. Þegar mest var, árið 2010, voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Afganistan Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Sjá meira
Bandaríkin hafa gert samkomulag við Talibana um að draga úr átökum í ríkinu stríðshrjáða á næstu sjö dögum. Svo verði skrifað undir friðarsáttmála að því tímabili loknu. Tímabil þetta mun hefjast í kvöld og standa yfir í sjö daga. Til stendur að skrifa undir friðarsáttmála í Katar þann 29. febrúar næstkomandi. Sá sáttmáli mun opna á brottflutning hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan en stríðið þar er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að um mikilvægt skref í átt að langvarandi friði sé um að ræða. After decades of conflict, we have come to an understanding with the Taliban on a significant reduction in violence across #Afghanistan. This is an important step on a long road to peace, and I call on all Afghans to seize this opportunity.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) February 21, 2020 Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er framhaldið alls ekki ljóst. Pompeo sagði í tilkynningu að viðræður innan Afganistan myndu hefjast á næstunni en hann tók ekki fram hverjir myndu taka þátt í þeim. Stjórnvöld Afganistan hafa enn ekki fengið að koma að viðræðunum með nokkrum hætti en Talibanar hafa neitað að ræða við ríkisstjórnina. Yfirkjörstjórn Afganistan lýsti því yfir nýverið að Ashraf Ghani hefði unnið forsetakosningarnar í september. Andstæðingur hans hefur þó fordæmt kosningarnar og það hafa Talibanar gert líka. Stríðið í Afganistan hófst árið 2001, þegar Bandaríkin gerðu innrás í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september. Talibanar studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda og veittu þeim skjól í Afganistan. Þegar mest var, árið 2010, voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan.
Afganistan Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent