Erlent

Ashraf Ghani á­fram for­seti

Atli Ísleifsson skrifar
Ashraf Ghani var fyrst kjörinn forseti Afganistans í september 2014.
Ashraf Ghani var fyrst kjörinn forseti Afganistans í september 2014. AP

Ashraf Ghani bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Afganistan og verður því áfram forseti landsins.

Frá þessu greindi kjörstjórn landsins í dag. Hinn sjötugi Ghani tók við embætti forseta Afganistans í september 2014, en þetta verður hans annað kjörtímabil.

Kjörstjórn greindi frá því í dag að Ghani hafi hlotið 50,64 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í september síðastliðinn. Helsti andstæðingur Ghani, Abdullah Abdullah, forsætisráðherra þjóðstjórnar landsins, hlaut hins vegar 39,52 prósent.

Mikið hefur verið deilt um framkvæmd kosninganna þar sem ásakanir hafa gengið á víxl varðandi talningu atkvæða og tæknilega örðuleika við framkvæmdina.


Tengdar fréttir

Ghani og Abdullah lýsa báðir yfir sigri

Höfuðandstæðingarnir í afgönsku forsetakosningunum hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×