Erlent

Ashraf Ghani á­fram for­seti

Atli Ísleifsson skrifar
Ashraf Ghani var fyrst kjörinn forseti Afganistans í september 2014.
Ashraf Ghani var fyrst kjörinn forseti Afganistans í september 2014. AP

Ashraf Ghani bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Afganistan og verður því áfram forseti landsins.

Frá þessu greindi kjörstjórn landsins í dag. Hinn sjötugi Ghani tók við embætti forseta Afganistans í september 2014, en þetta verður hans annað kjörtímabil.

Kjörstjórn greindi frá því í dag að Ghani hafi hlotið 50,64 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í september síðastliðinn. Helsti andstæðingur Ghani, Abdullah Abdullah, forsætisráðherra þjóðstjórnar landsins, hlaut hins vegar 39,52 prósent.

Mikið hefur verið deilt um framkvæmd kosninganna þar sem ásakanir hafa gengið á víxl varðandi talningu atkvæða og tæknilega örðuleika við framkvæmdina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.