Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir með fullt hús stiga | Fyrsti sigur Skagamanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Eðvald kom Víkingi á bragðið gegn Keflavík.
Ágúst Eðvald kom Víkingi á bragðið gegn Keflavík. vísir/bára

Víkingur vann 0-2 sigur á Keflavík í Reykjaneshöllinni í Lengjubikar karla í dag. Eftir tvær umferðir eru bikarmeistararnir með fullt hús stiga og markatöluna 7-0 í riðli 2.

Ágúst Eðvald Hlynsson kom Víkingum yfir á 5. mínútu og þeir bættu öðru marki við tíu mínútum fyrir leikslok.

Keflavík er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins.

ÍA vann sinn fyrsta leik í riðli 1 þegar liðið bar sigurorð af Leikni F. í Akraneshöllinni, 3-0.

Gísli Laxdal Unnarsson, Viktor Jónsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoruðu mörk Skagamanna.

Í seinni hálfleik fengu Skagamaðurinn Hlynur Sævar Jónsson og Leiknismaðurinn Mykolas Krasnovskis báðir að líta rauða spjaldið.

ÍA er með þrjú stig í riðli 1 en Leiknir eitt.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.