Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 22:30 Freyr Alexandersson og Erik Hamrén hafa mánuð til stefnu til undirbúnings fyrir leikinn við Rúmeníu. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel „létt verk“. „Við höfum oft orðið varir við slíka umræðu þegar kemur að þjóðum sem hafa kannski ekki á að skipa mörgum leikmönnum sem eru fyrir framan augu áhangenda um hverja helgi, í ensku úrvalsdeildinni fyrst og fremst,“ sagði Freyr í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli, svo lengi sem það verður hægt á þessum árstíma, þann 26. mars í undanúrslitum EM-umspilsins. Sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. Freyr hefur að sjálfsögðu skoðað rúmenska liðið vel og er vel meðvitaður um þá efnilegu kynslóð leikmanna sem þar er að taka við keflinu: „Þetta eru strákar sem eru að taka næstu skref á sínum ferli, allir að spila á góðum stað og hafa gríðarlega hæfileika, og stóðu sig stórkostlega á U21-mótinu síðasta sumar. Við skulum því stíga varlega til jarðar og bera virðingu fyrir andstæðingnum, sem við gerum að sjálfsögðu alltaf. Þegar fer að nálgast leikinn, það er mikil eftirvænting í þjóðfélaginu, þá verður mikið af fréttum fram að leik og þá mun fólk átta sig betur á styrkleikum og auðvitað veikleikum rúmenska liðsins. En við vitum nákvæmlega út í hvað við erum að fara og þetta verður gríðarlega barátta. En, kannski ótrúlegt en satt, þá er Laugardalsvöllurinn gríðarlegt vígi fyrir okkur,“ sagði Freyr. Klippa: Freyr kallar eftir virðingu fyrir Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15 Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32 Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel „létt verk“. „Við höfum oft orðið varir við slíka umræðu þegar kemur að þjóðum sem hafa kannski ekki á að skipa mörgum leikmönnum sem eru fyrir framan augu áhangenda um hverja helgi, í ensku úrvalsdeildinni fyrst og fremst,“ sagði Freyr í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli, svo lengi sem það verður hægt á þessum árstíma, þann 26. mars í undanúrslitum EM-umspilsins. Sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. Freyr hefur að sjálfsögðu skoðað rúmenska liðið vel og er vel meðvitaður um þá efnilegu kynslóð leikmanna sem þar er að taka við keflinu: „Þetta eru strákar sem eru að taka næstu skref á sínum ferli, allir að spila á góðum stað og hafa gríðarlega hæfileika, og stóðu sig stórkostlega á U21-mótinu síðasta sumar. Við skulum því stíga varlega til jarðar og bera virðingu fyrir andstæðingnum, sem við gerum að sjálfsögðu alltaf. Þegar fer að nálgast leikinn, það er mikil eftirvænting í þjóðfélaginu, þá verður mikið af fréttum fram að leik og þá mun fólk átta sig betur á styrkleikum og auðvitað veikleikum rúmenska liðsins. En við vitum nákvæmlega út í hvað við erum að fara og þetta verður gríðarlega barátta. En, kannski ótrúlegt en satt, þá er Laugardalsvöllurinn gríðarlegt vígi fyrir okkur,“ sagði Freyr. Klippa: Freyr kallar eftir virðingu fyrir Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15 Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32 Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45
Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15
Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32
Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20
KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14