Fótbolti

Skoraði tvö mörk í Evrópu­deildinni í gær og spilar á Laugar­dals­velli eftir mánuð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hagi yngri fagnar marki í gær.
Hagi yngri fagnar marki í gær. vísir/getty

Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Rangers lenti 2-0 undir en með tveimur mörkum frá Hagi og Joe Aribo tryggðu Rangers sér 3-2 sigur. Þeir leiða því fyrir síðari leikinn gegn Portúgal sem fer fram í næstu viku.

Hagi er frá Rúmeníu en pabbi hans lék með bæði Real Madrid og Barcelona þar sem hann vakti mikla lukku. Pabbinn var í stúkunni er Hagi skoraði mörkin fyrir Steven Gerrard í gær.
Hagi yngri mun spila á Laugardalsvelli eftir rúman mánuð er Ísland og Rúmenía mætast í umspili fyrir EM 2020. Leikið verður á Laugardalsvelli 26. mars.

Það er vonandi að strákarnir okkar hafa góðar gætur á þessum 22 ára sókndjarfa miðjumanni.

Sigurvegarinn úr leik Íslands og Rúmeníu mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi þann 31. mars.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.