Fótbolti

Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í leik á Laugardalsvelli.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í leik á Laugardalsvelli. Getty/Oliver Hardt

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars.

Leikurinn er í undanúrslitum umspils í undankeppni EM 2020 en sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

Miðasalan fer fram í þremur hlutum í lok febrúar og byrjun mars á Tix.is.

Þrír miðasölugluggar verða í boði. Fyrsti glugginn er fyrir kaupendur ársmiða og hefst hún miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 12:00. Föstudaginn 28. febrúar geta kaupendur haustmiða keypt miða og hefst sú miðasala klukkan 12:00. Mánudaginn 2. mars hefst svo opin sala á miðum á leikinn klukkan 12:00.

Mest er hægt að kaupa 4 miða en þrjú miðaverð verða í boði:
3500 krónur
5500 krónur
7500 krónur

50% afsláttur verður í boði fyrir 16 ára og yngri.

Leikurinn fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.