Fótbolti

Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar.
Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. vísir/vilhelm

Hitapulsan svokallaða, sem sett verður á Laugardalsvöll, kemur til landsins þremur vikum fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Þar var fjallað um undirbúning leiksins við Rúmeníu.

Samskonar hitapulsa var notuð í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM haustið 2013. Hún er lögð yfir völlinn og blæs heitu lofti á hann.

Að sögn Kristins V. Jóhannssonar, vallarstjóra Laugardalsvallar, er hitapulsan sterkasta vopn vallarstarfsmanna fyrir leikinn gegn Rúmeníu.

Hitapulsan kemur frá Bretlandi þremur vikum fyrir leikinn. Þessi útgáfa af hitapulsunni er þróaðari en sú sem kom fyrir sjö árum.

Fjórir starfsmenn koma með hitapulsunni og þeir munu vakta hana allan sólarhringinn.

Aðalmarkmiðið með hitapulsunni er að ná bleytunni úr vellinum og minnka rakastig, losna við allt frost í jarðvegi og ná upp hita í honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×