Fótbolti

Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.

Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins.

„Það er mánuður í leik og ef það verður alvarleg vöðvatognun hjá einhverjum þá erum við strax komin í mikla keppni við tímann. Arnór Ingvi Traustason meiddist í gær en var nokkuð brattur,“ sagði Freyr við Guðjón Guðmundsson í dag.

Sagt var í sænskum fjölmiðlum að Kolbeinn Sigþórsson hefði ekkert getað æft með AIK á undirbúningstímabilinu en Freyr segir þær fréttir ekki alveg vera sannar.

„Þessar fréttir voru aðeins slitnar úr samhengi og eðlilegt hvernig þjálfari AIK nálgaðist fjölmiðla í Svíþjóð því það eru gífurlegar væntingar til Kolbeins hjá AIK. Hann hefur æft á fullu núna í tvær vikur en er samt ekki kominn eins langt og bæði við og AIK vonuðumst eftir,“ segir Freyr og bætir við.

„Þetta eru ekki meiðsli heldur veikindi. Hann er búinn að taka flensur eftir Bandaríkjaferðina og hefur ekki náð þessum skít úr sér síðan. Hann ætti að vera í góðu standi er kemur að leiknum ef ekkert kemur upp á.“

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason hafa náð heilsu sem eru mjög jákvæð tíðindi.

Sjá má viðtalið við Frey í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Freyr um stöðuna á landsliðinu
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.