Erlent

Á­tján börn í hópi hinna slösuðu

Atli Ísleifsson skrifar
Silfurlituðum Mercedes-bíl var ekið á hóp fólks í Volkmarsen.
Silfurlituðum Mercedes-bíl var ekið á hóp fólks í Volkmarsen. Getty

Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. Í hópi þeirra voru átján börn.

Lögregla í sambandslandinu Hessen segir á Twitter að 35 manns dvelji enn á sjúkrahúsi, en sautján manns hafa verið útskrifaðir.

Lögregla handtók 29 ára mann vegna málsins en atvikið átti sér stað klukkan 14:30 að staðartíma. Enn sem komið er liggur ekkert fyrir um hvað hafi legið að baki árásar mannsins.

Maðurinn slasaðist sjálfur alvarlega og hefur lögreglu ekki gefist færi á að yfirheyra manninn, en hann er grunaður um tilraun til manndráps.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.