Erlent

Keyrt inn í hóp fólks á kjötkveðjuhátíð í Þýskalandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Bíllinn sem ekið var inn í mannfjöldann í Volksmarsen í vestanverðu Þýskalandi. 
Bíllinn sem ekið var inn í mannfjöldann í Volksmarsen í vestanverðu Þýskalandi.  Vísir/Getty

Að minnsta kosti tíu manns eru særðir eftir að ökumaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í kjötkveðjuhátíðargöngu í bæ í vestanverðu Þýskalandi í dag. Lögregla segir að ökumaðurinn hafi verið handtekinn en frekari upplýsingar um hvað gerðist liggja ekki fyrir.

Staðarfjölmiðlar segja að silfurlituðum Mercedes-bíl hafi verið ekið inn í hóp fólks í bænum Volksmarsen í sambandslandinu Hessen um klukkan 14:30 að staðartíma, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Vitni segja að ökumaðurinn hafi gefið í þegar hann nálgaðist fólkið og hann hafi virst stefna sérstaklega á börn.

Fólkið sem ekið var á var í skrúðgöngu í tilefni af svonefndu rósamánudag sem er hápunktur kjötkveðjuhátíðarhalda í sumum hlutum Þýskalands, Austurríkis, Belgíu og Sviss. Breska ríkisútvarpið BBC segir að skólum sé oft lokað á þeim degi jafnvel þó að dagurinn sé ekki opinber frídagur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×