Enski boltinn

West Brom eykur muninn á toppnum | Mikilvægur sigur Forest

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn WBA fagna öðru marka sinna í kvöld.
Leikmenn WBA fagna öðru marka sinna í kvöld. Vísir/Getty

West Bromwich Albion vann Preston North End og er þar með komið með sjö stiga forystu á toppi ensku B-deildarinnar. Þá vann Nottingham Forest góðan útisigur á Cardiff City og er því aðeins þremur stigum á eftir Leeds United sem er í 2. sætinu.

Það tók Hal Robson-Kanu aðeins sex mínútur að koma West Brom yfir í kvöld og áður en fyrri hálfleik var lokið hafði Jake Livermore tvöfaldað forystu heimamanna. Í síðari hálfleik fékk Darnell Fisher rautt spjald í liði Preston og í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda eftir það.

West Brom því sem fyrr á toppi B-deildarinnar með 69 stig, sjö stigum meira en Leeds sem eiga leik til góða.

Nottinham Forest vann mikilvægan 1-0 sigur á Cardiff City í Wales en Forest gera sér vonir um að stela 2. sætinu af Leeds. Tiago Silva skoraði sigurmark leiksins á 49. mínútu.

Önnur úrslit
Huddersfield Town 2-1 Bristol City
Luton Town 2-1 Brentford
Queens Park Rangers 2-1 Derby CountyAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.