Enski boltinn

West Brom eykur muninn á toppnum | Mikilvægur sigur Forest

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn WBA fagna öðru marka sinna í kvöld.
Leikmenn WBA fagna öðru marka sinna í kvöld. Vísir/Getty

West Bromwich Albion vann Preston North End og er þar með komið með sjö stiga forystu á toppi ensku B-deildarinnar. Þá vann Nottingham Forest góðan útisigur á Cardiff City og er því aðeins þremur stigum á eftir Leeds United sem er í 2. sætinu.Það tók Hal Robson-Kanu aðeins sex mínútur að koma West Brom yfir í kvöld og áður en fyrri hálfleik var lokið hafði Jake Livermore tvöfaldað forystu heimamanna. Í síðari hálfleik fékk Darnell Fisher rautt spjald í liði Preston og í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda eftir það.West Brom því sem fyrr á toppi B-deildarinnar með 69 stig, sjö stigum meira en Leeds sem eiga leik til góða.Nottinham Forest vann mikilvægan 1-0 sigur á Cardiff City í Wales en Forest gera sér vonir um að stela 2. sætinu af Leeds. Tiago Silva skoraði sigurmark leiksins á 49. mínútu.Önnur úrslit

Huddersfield Town 2-1 Bristol City

Luton Town 2-1 Brentford

Queens Park Rangers 2-1 Derby County
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.