Fótbolti

Ótrúleg saga Alphonso Davies

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Davies í baráttunni við Mason Mount í leiknum í gær.
Davies í baráttunni við Mason Mount í leiknum í gær. Vísir/Getty

Hinn 19 ára gamli Alphonso Davies var frábær í vinstri bakverðinum hjá Bayern München er liðið pakkaði Chelsea saman 3-0 á Brúnni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.

Gary Lineker, fyrrum landsliðsframherji Englands og núverandi þáttastjórnandi Match of the Day, vakti athygli á þessu í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þar kemur fram að foreldrar Davies hafi flúið borgarastyrjöldina í Líberíu sem stóð frá 1989 til 1997 og kostaði 250 þúsund manns lífið. Davies fæddist þremur árum eftir að styrjöldinni lauk í flóttamannabúðum í Ghana. Þegar hann var fimm ára flutti hann til Kanada og er hann sem stendur með kanadískan ríkisborgararétt.

Rúmum 14 árum síðar er Davies svo orðinn lykilmaður í stórliði Bayern München. Eftir að hafa verið vængmaður á sínum, enn, yngri árum þá stefnir í að Davies verði með öflugri vinstri bakvörðum Evrópu næstu árin. 

Lagði hann upp þriðja og síðasta mark Bæjara í gær en hann hefur lagt upp fjögur mörk ásamt því að skora eitt í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Gnabry elskar að spila í London

Serge Gnabry, leikmaður Bayern München skoraði tvö mörk í kvöld er Bæjarar unnu Chelsea örugglega á Brúnni í Lundúnum. Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað jafn mörg mörk í London á tímabilinu og Alexandre Lacazette, framherji Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×