Bayern pakkaði Chelsea saman á Brúnni | Gnabry óstöðvandi í London

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna öðru marki Gnabry í kvöld.
Leikmenn Bayern fagna öðru marki Gnabry í kvöld. vísir/getty

Chelsea eru svo gott sem dottnir út úr Meistaradeild Evrópu eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Bayern München. Þýska liðið var einfaldlega mun sterkari aðilinn á Brúnni í kvöld.Gestirnir frá Þýskalandi voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og setti Thomas Müller knöttinn meðal annars í tréverk Chelsea marksins þegar hann átti skalla, með hnakkanum, inn í markteig. Staðan hins vegar markalaus í hálfleik en það átti eftir að breytast í þeim síðari.Chelsea byraði síðari hálfleik ágætlega og Manuel Neuer varði vel í tvígang. Fyrst frá Mason Mount og síðan frá Ross Barkley. Eftir það tóku Bæjarar öll völd á vellinum. Skoraði Serge Gnabry tvívegis á aðeins þremur mínútum. Á 51. mínútu splundruðu gestirnir vörn Chelsea og Robert Lewandowski laðgi knöttinn á Gnabry sem gat ekki annað en skorað. Þremur mínútum síðar var það sama upp á teningnum, framherjinn lagði knöttin á Gnabry sem lagði knöttinn snyrtilega í hægra hornið framhjá Willy Caballero í marki Chelsea.Á 76. mínútu gerði Lewandowski svo út um leikinn og mögulega einvígið þegar hann skoraði eftir frábæran sprett Alphonso Davies úr vinstri bakverðinum. Staðan orðin 3-0 og Chelsea svo gott sem úr leik.Marcos Alonso gerði svo verkefni Chelsea enn erfiðara er hann sló Müller í andlitið þegar tæplega tíu mínútur lifðu leiks. Dómari leiksins gaf spænska vinstri bakverðinum fyrst gult spjald en fór svo og skoðaði atvikið á myndbandi  við hliðarlínuna. Eftir það ákvað hann að breyta spjaldinu í rautt og reka Alonso út af.Fleira markvert gerðist ekki og lauk leiknum með öruggum 3-0 sigri gestanna. Má í raun bóka sæti þeirra í 8-liða úrslitum keppninnar nú þegar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.