Fótbolti

Gnabry elskar að spila í London

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir sáu um Chelsea í kvöld.
Þessir tveir sáu um Chelsea í kvöld. Vísir/Getty

Serge Gnabry, leikmaður Bayern München skoraði tvö mörk í kvöld er Bæjarar unnu Chelsea örugglega á Brúnni í Lundúnum. Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað jafn mörg mörk í London á tímabilinu og Alexandre Lacazette, framherji Arsenal.

Gnabry fór hamförum er Bayern gjörsigraði Tottenham Hotspur fyrr á leiktíðinni. Lokatölur þar 7-2 gestunum frá Þýskalandi í vil. Leikurinn í kvöld var ef til vill ekki jafn slæmur fyrir Lundúnaborg en Chelsea átti samt sem áður aldrei möguleika í þýsku meistarana.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá fór þýska vélin að malla og skoraði Gnabry tvívegis á aðeins þremur mínútum. Í bæði skiptin lagði hinn magnaði Robert Lewandowski upp.

Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað sex mörk í aðeins tveimur leikjum Bayern í Lundúnum á leiktíðinni. Frekar mögnuð tölfræði fyrir mann sem Arsenal seldi á litlar fjórar milljónir punda eftir að hafa talið hann ekki nægilega góðan fyrir lið sitt. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.