Fótbolti

Gnabry elskar að spila í London

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir sáu um Chelsea í kvöld.
Þessir tveir sáu um Chelsea í kvöld. Vísir/Getty

Serge Gnabry, leikmaður Bayern München skoraði tvö mörk í kvöld er Bæjarar unnu Chelsea örugglega á Brúnni í Lundúnum. Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað jafn mörg mörk í London á tímabilinu og Alexandre Lacazette, framherji Arsenal.Gnabry fór hamförum er Bayern gjörsigraði Tottenham Hotspur fyrr á leiktíðinni. Lokatölur þar 7-2 gestunum frá Þýskalandi í vil. Leikurinn í kvöld var ef til vill ekki jafn slæmur fyrir Lundúnaborg en Chelsea átti samt sem áður aldrei möguleika í þýsku meistarana.Eftir markalausan fyrri hálfleik þá fór þýska vélin að malla og skoraði Gnabry tvívegis á aðeins þremur mínútum. Í bæði skiptin lagði hinn magnaði Robert Lewandowski upp.Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað sex mörk í aðeins tveimur leikjum Bayern í Lundúnum á leiktíðinni. Frekar mögnuð tölfræði fyrir mann sem Arsenal seldi á litlar fjórar milljónir punda eftir að hafa talið hann ekki nægilega góðan fyrir lið sitt. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.