Stærðfræðingur sem ruddi brautina fyrir svartar vísindakonur látin Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:00 Obama smellti kossi á Johnson þegar hann veitti henni frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2015. Vísir/EPA Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020 Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020
Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira