Erlent

Leggja niður skólahald í mánuð til að hefta útbreiðslu veirunnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Shinzo Abe biður alla skóla um að loka þar til vorfrí hefjast í lok mars.
Shinzo Abe biður alla skóla um að loka þar til vorfrí hefjast í lok mars. AP/Kyodo News

Japönsk stjórnvöld hafa farið fram á það við skólastjórnendur í öllum grunn-, mið- og framhaldsskólum landsins um að fella niður skólahald þar til vorfrí hefst í lok mars til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar mannskæðu. Tæplega þrettán milljónir nemendur verða fyrir áhrifum af lokununum.

Shinzo Abe, forsætisráðherra, lýsti næstu tveimur vikum sem afar mikilvægum í að ná tökum á veirunni. Til þess að setja heilsu og öryggi barna í forgang og koma í veg fyrir fjöldasmit á meðal barna og kennara hefði verið ákveðið að fella niður skólastarf næstu vikurnar.

Alls hafa nú 890 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum greinst í Japan og var tilkynnt um áttunda dauðsfallið vegna hans í dag. Tilfellum sem ekki er hægt að tengja við ferðalög eða önnur staðfest smit hefur fjölgað í norðanverðu landinu, að sögn AP-fréttastofunnar.

Smitin á heimsvísu eru fleiri en 80.000 og hafa hátt í þrjú þúsund manns látið lífið, langflestir í Kína. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur þó lýst áhyggjum af því að hversu mörg tilfelli komi upp utan Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum í desember.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.