Enski boltinn

Leeds áfram í 2. sæti eftir jafntefli

Sindri Sverrisson skrifar
Marcelo Bielsa fylgist íhugull með leik Leeds og Brentford í kvöld.
Marcelo Bielsa fylgist íhugull með leik Leeds og Brentford í kvöld. vísir/Getty

Leeds og Brentford gerðu 1:1-jafntefli á Griffin Park í afar mikilvægum leik í toppbaráttu ensku B-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik en Said Benrahma kom Brentford yfir eftir mistök Kiko Casilla en Liam Cooper jafnaði metin fyrir Leeds.

Leeds heldur því 2. sætinu en getur misst Fulham upp fyrir sig annað kvöld þegar Fulham sækir Millwall, lið Jóns Daða Böðvarssonar, heim.

WBA er á toppnum með 59 stig og mætir Reading á morgun, Leeds er með 56, Fulham 55 og Brentford og Nottingham Forest 54 stig hvort. Forest tapaði á heimavelli gegn Charlton í kvöld, 1:0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×