Enski boltinn

Fleiri úr 1999 liði Man. United en úr 2020 liði Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes og Roy Keane voru í banni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en komust í úrvalsliðið. Hér fagna þeir eftir leikinn með bikarinn á milli sín.
Paul Scholes og Roy Keane voru í banni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en komust í úrvalsliðið. Hér fagna þeir eftir leikinn með bikarinn á milli sín. Getty/Alain Gadoffre

Sky Sports fékk lesendur heimasíðu sinnar til að velja ellefu manna úrvalslið úr tveimur liðum eða þrennuliði Manchester United frá 1999 og liði Liverpool í dag. Niðurstöðurnar eru klárar.

Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-99 tímabilinu náði einum fleiri leikmönnum inn í liðið í þessari kosningu en næstum því hundrað þúsund manns greiddu atkvæði.

Steve McClaren, aðtoðarþjálfari Sir Alex hjá Manchester United þetta tímabil, vildi meina að aðeins Virgil Van Dijk kæmist í liðið en þeir sem kusu voru ekki alveg sammála því.

Leikmenn úr Manchester United liðinu fengu 52 prósent atkvæða á móti 48 prósent sem fóru til leikmanna Liverpool liðsins.

Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-98 vann alla þrjá stóru titlana á tíu dögum í maímánuði 1999. Liðið vann ensku deildina 16. maí með 2-1 endurkomusigri á Tottenham, enski bikarinn vannst eftir 2-0 sigur á Newcastle á Wembley 22. maí og liðið vann síðan Meistaradeildina 26. maí eftir 2-1 endurkomusigur á Bayern München þar sem bæði mörkin komu í uppbótatíma.

Liverpool er að rúlla yfir ensku úrvalsdeildina í vetur og hefur á síðustu níu mánuðum unnið Miestaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða.





Sky Sports hefur nú birt niðurstöðurnar úr kosningunni og í liðinu eru sex úr þrennuliði Manchester United frá 1998-99 en fimm úr Liverpool liðinu í dag.

Liverpool á næstum því alla vörnina og báða framherjana en allir miðjumenn úrvalssliðsins koma úr liði Manchester United.



Úrvalslið Man. United 1999 og Liverpool 2020:

Peter Schmeichel, Manchester United 1999

Trent Alexander-Arnold, Liverpool 2020

Jaap Stam , Manchester United 1999

Virgil Van Dijk, Liverpool 2020

Andrew Robertson, Liverpool 2020

David Beckham, Manchester United 1999

Paul Scholes, Manchester United 1999

Roy Keane, Manchester United 1999

Ryan Giggs, Manchester United 1999

Mo Salah, Liverpool 2020

Sadio Mane, Liverpool 2020

Varamenn:

Alisson, Liverpool 2020

Gary Neville, Manchester United 1999

Jordan Henderson, Liverpool 2020

Roberto Firmino, Liverpool 2020

Andy Cole, Manchester United 1999




Fleiri fréttir

Sjá meira


×