Enski boltinn

Jón Daði rétti Leeds hjálparhönd

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Daði Böðvarsson skoraði í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson skoraði í kvöld. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson skoraði mark Millwall í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham í ensku B-deildinni í fótbolta.

Jón Daði skoraði markið af stuttu færi strax á 8. mínútu leiksins þegar hann jafnaði metin fyrir sína menn. Millwall fékk víti skömmu síðar en það fór í súginn. Þetta var annað mark Jóns Daða í deildinni á leiktíðinni.

Millwall er í 11. sæti með 46 stig en Fulham mistókst að taka 2. sætið af Leeds. Liðin tvö eru jöfn að stigum en Leeds með betri markatölu. WBA er hins vegar í enn betri málum en áður með 62 stig á toppnum eftir útisigur á Reading, 2-1. Matheus Pereira og Filip Krovinovic skoruðu mörk WBA eftir að George Puscas kom Reading yfir snemma leiks.

Bristol City er alveg við umspilssæti eftir 3-2 sigur á Derby sem er í 13. sæti. Bristol er jafnt Preston North End að stigum í 6.-7. sæti en með verri markatölu.

Úrslit kvöldsins:

Bristol City - Derby 3-2

Huddersfield - Cardiff 0-3

Luton - Sheffield Wed. 1-0

Millwall - Fulham 1-1

Reading - WBA 1-2

Stoke - Preston 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×