Íslenski boltinn

Björgvin og Flóki tryggðu KR sætan sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Björgvin Stefánsson tryggði KR sigur í lokin.
Björgvin Stefánsson tryggði KR sigur í lokin. vísir/bára

KR vann 4-2 sigur gegn ÍA í uppgjöri stórveldanna sem hófu í kvöld keppni í deildabikar karla í fótbolta, Lengjubikarnum, í Akraneshöllinni.

ÍA var 1-0 yfir eftir fyrri hálfleik eftir vítaspyrnu Steinars Þorsteinssonar snemma leiks. Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin á 56. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason kom ÍA yfir á nýjan leik þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Kristján Flóki jafnaði metin á nýjan leik á 80. mínútu en þá var komið að þætti Björgvins Stefánssonar sem komið hafði inn á sem varamaður á 72. mínútu. Hann skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og tryggði KR sigur.

Liðin leika í 1. riðli A-deildar og þar er einum öðrum leik lokið en Breiðablik vann Leikni R. 3-1 síðasta föstudag. Næsti leikur ÍA er gegn Leikni F. 23. febrúar en KR mætir Fáskrúðsfirðingum 1. mars í Fjarðabyggðarhöllinni.

Til stóð að leikurinn í kvöld yrði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en það gekk því miður ekki eftir vegna tæknilegra örðugleika.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.