Enski boltinn

Salah gæti farið á Ólympíuleikana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah í leik með Egyptum.
Salah í leik með Egyptum. vísir/getty

Egyptar hafa valið Mohamed Salah, leikmann Liverpool, í leikmannahóp sinn fyrir Ólympíuleikana í Japan en ekki er víst að leikmaðurinn fái að spila þar.

Úrslitaleikur Ólympíuleikanna er 8. ágúst eða sama dag og enska úrvalsdeildin byrjar að rúlla.

„Við getum ekki þvingað Salah til þess að spila með okkur,“ sagði Shawky Gharib, landsliðsþjálfari Egypta.

Mótið er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en velja má þrjá eldri leikmenn í liðin. Samkvæmt skilgreiningu FIFA þá er ekki hægt að skylda félög til að sleppa leikmönnum á leikana. Það er því undir Liverpool komið hvort Salah fer á ÓL eður ei.

„Salah tekur þessa ákvörðun með félaginu og Klopp. Ég hef valið hann í hópinn og nú verður hann að komast að niðurstöðu með sínu félagi,“ bætti Gharib bið. Skila þarf inn leikmannahópi í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×