Fótbolti

Sara meidd og missti af toppslagnum

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Björk hefur gefið út að hún muni yfirgefa Wolfsburg eftir leiktíðina.
Sara Björk hefur gefið út að hún muni yfirgefa Wolfsburg eftir leiktíðina. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarri góðu gamni þegar lið hennar Wolfsburg vann 5-2 útisigur á Hoffenheim í leik efstu liðanna í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Sara gat ekki tekið þátt í leiknum vegna hnémeiðsla en hún er á batavegi og byrjuð að æfa að hluta til með liðinu.

Wolfsburg náði með sigrinum sex stiga forskoti á Hoffenheim og er því á góðri leið með að verja þýska meistaratitilinn. Hin danska Pernille Harder skoraði tvö mörk fyrir liðið en Wolfsburg komst í 4-0 áður en að Hoffenheim náði að svara fyrir sig á síðustu tuttugu mínútunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.