Erlent

Bandaríkjamenn munu losna úr hinni fljótandi prísund

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Farþegar og áhöfn Diamond Prince hafa verið í sóttkví í rúma viku í Yokohama í Japan.
Farþegar og áhöfn Diamond Prince hafa verið í sóttkví í rúma viku í Yokohama í Japan. Vísir/EPA

Yfirvöld í Bandaríkunum hyggjast senda eftir þeim Bandaríkjamönnum sem fastir hafa verið í sóttkví um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Prince í Yokohama Japan í rúma viku og vilja komast heim. 219 af um 3.600 manns um borð hafa veikst af Covid19-kórónaveirunni.

Þar af eru minnst 24 Bandaríkjamenn en alls eru 428 Bandaríkjamenn um borð í skipinu. Sem fyrr segir 219 tilfelli af veirunni greinst um borð. Þeir sem greinst hafa með veiruna haf verið fluttir frá borði. Aðrir farþegar hafa þurft að halda kyrru fyrir í káetum sínum í sóttkví á meðan áhöfnin hefur þurft að sinna farþegunum, án þess að fá mikla vernd gegn veirunni, líkt og áður hefur verið fjallað um.

Bandaríska sendiráðið í Japan sendi öllum bandarískum farþegum um borð skeyti í dag þar sem öllum þeim sem vilja er boðið að fá far til Bandaríkjanna. Sérstök flugvél mun hafa verið fengin til verksins og mun hún fljúga til Bandaríkjanna á morgun með þá sem kjósa að yfirgefa skipið.

Þeir sem fara með munu þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna til að ganga úr skugga um að þeir séu ekki sýktir af veirunni. Þeir Bandaríkjamenn sem voru um borð í skipinu og hafa þegar sýkst munu ekki fá að vera með til Bandaríkjanna í flugvélinni, heldur munu þeir áfram fá meðferð við veirunni í Japan.

Stefnt er að því að aðrir farþegar muni fá að yfirgefa skipið hægt og bítandi frá og með 21. febrúar. Þegar allir farþegar eru komnir frá borði mun áhöfnin skipsins áfram vera í sóttkví um borð í skipinu.


Tengdar fréttir

„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“

Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.