Innlent

Sameinuðu austfirsku furstadæmin kemur ekki til greina sem nafn á nýtt sveitarfélag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hið sameinaða sveitarfélag er flennistórt.
Hið sameinaða sveitarfélag er flennistórt. Vísir/Hafsteinn

Nafnanefnd nýsameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur óskað umsagnar Örnefnanefndar á sautján tillögum að nýju nafni sveitarfélagsins. Austurfrétt greinir frá.

Nafnanefndin óskaði eftir tillögum og alls voru sendar inn 112 tillögur. Nafnanefndin hefur setið yfir nöfnunum og valið úr sautján sem Örnefnanefnd þarf nú að taka afstöðu til á næstu þremur vikum. Þegar þeirri vinnu er lokið tekur nafnanefnd sveitarfélagsins aftur við og velur úr nöfn sem íbúar sveitarfélagsins kjósa um, samhliða sveitarstjórnarkosningum þann 18. apríl.

Athygli vakti að Sameinuðu austfirsku furstadæmin var ein af þeim tillögum að nafni sem sendar voru inn en það virðist ekki hafa hlotið náð fyrir augum nafnanefndarinnar.

Nöfnin sem óskað er umsagnar um eru eftirfarandi:

1. Austurbyggð

2. Austurbyggðir

3. Austurþing

4. Austurþinghá

5. Drekabyggð

6. Drekabyggðir

7. Drekaþing

8. Drekaþinghá

9. Eystraþing

10. Eystribyggð

11. Eystribyggðir

12. Eystriþinghá

13. Múlabyggð

14. Múlabyggðir

15. Múlaþing

16. Múlaþinghá

17. Sveitarfélagið Austri

Nánar má lesa um ferlið á vef Austurfréttar.


Tengdar fréttir

Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti

Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.