Innlent

59 nöfn koma til greina fyrir nýtt sveitarfélag á Austurlandi

Andri Eysteinsson skrifar
Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.
Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð. Vísir/Hafsteinn

Yfir eitt hundrað tillögur að nafni nýs sveitarfélags á Austurlandi bárust áður en að frestur til þess að skila inn tillögu rann út í gær. Þó tillögurnar hafi verið 110 er ljóst að einhver nöfn þykja hentugri en önnur því 59 nöfn voru send inn. Fréttastofa RÚV greinir frá að næstkomandi föstudag verði fimm til tíu nöfn send Örnefnanefnd til umsagnar.

Nefndin mun leggja fram þrjú til fimm nöfn sem íbúar munu greiða atkvæða um samhliða sveitastjórnarkosningar. Atkvæðagreiðslan yrði þó aðeins ráðgefandi því ný sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun um nafn sveitarfélagsins.

Nýtt sveitarfélag verður til með sameiningu fjögurra sveitarfélaga, Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Nýtt sveitarfélag verður langstærsta sveitarfélag landsins, landfræðilega séð og mun innihalda fjóra byggðarkjarna um umfangsmikið dreifbýli.

Sameiningin var samþykkt af íbúum með afgerandi hætti í október á síðasta ári. Mestur var stuðningurinn á Fljótsdalshéraði, 92,9% en minnstur í Djúpavogshreppi 63,7%.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.