Innlent

Misjöfn kjörsókn í kosningu um sameiningu á Austurlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Seyðisfirði. Greitt eru atkvæði um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi í dag.
Frá Seyðisfirði. Greitt eru atkvæði um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi í dag. Vísir/Vilhelm
Innan við fjörutíu prósent kjósenda í Fljótsdalshéraði höfðu greitt atkvæði í kosningu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi klukkan fimm síðdegis. Kjörsókn var töluvert meiri í hinum sveitarfélögunum þremur, á bilinu 59 til 76%.

Kosið er um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Kjörstað hefur þegar verið lokað í Borgarfjarðarhreppi þar sem 95 voru á kjörskrá. Alls greiddu 52 atkvæði á kjörstað auk þess sem sextán utankjörfundaratkvæði bárust. Kjörsókn var 71,58%. Atkvæði þar verða talin þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað klukkan 22:00 í kvöld.

Í Fljótsdalshéraði, stærsta sveitarfélaginu, höfðu 836 greitt atkvæði á kjörstað klukkan 17:00. Auk þess bárust 152 utankjörfundaratkvæði. Kjörsókn þar er 38,1% til þessa. Kjörstað þar lokar klukkan 22:00.

Í Seyðisfjarðarkaupstað höfðu 231 greitt atkvæði klukkan fimm og 67 utankjörfundaratkvæði borist. Það samsvarar 59% kjörsókn. Kjörstað lokar klukkan 22:00

Í Djúpavogshreppi höfðu 187 greitt atkvæði á kjörstað nú síðdegis. Kjörstjórn hefur til þessa borist 51 utankjörfundaratkvæði. Samsvarar það 75,8% kjörsókn. Kjörstað verður lokað klukkan 18:00 en talning hefst klukkan 22:00 þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað.


Tengdar fréttir

Kosið í dag um sameiningu

Á fjórða þúsund íbúa fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Vænta má niðurstöðu í kringum miðnætti í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×