Innlent

Misjöfn kjörsókn í kosningu um sameiningu á Austurlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Seyðisfirði. Greitt eru atkvæði um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi í dag.
Frá Seyðisfirði. Greitt eru atkvæði um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi í dag. Vísir/Vilhelm

Innan við fjörutíu prósent kjósenda í Fljótsdalshéraði höfðu greitt atkvæði í kosningu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi klukkan fimm síðdegis. Kjörsókn var töluvert meiri í hinum sveitarfélögunum þremur, á bilinu 59 til 76%.

Kosið er um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Kjörstað hefur þegar verið lokað í Borgarfjarðarhreppi þar sem 95 voru á kjörskrá. Alls greiddu 52 atkvæði á kjörstað auk þess sem sextán utankjörfundaratkvæði bárust. Kjörsókn var 71,58%. Atkvæði þar verða talin þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað klukkan 22:00 í kvöld.

Í Fljótsdalshéraði, stærsta sveitarfélaginu, höfðu 836 greitt atkvæði á kjörstað klukkan 17:00. Auk þess bárust 152 utankjörfundaratkvæði. Kjörsókn þar er 38,1% til þessa. Kjörstað þar lokar klukkan 22:00.

Í Seyðisfjarðarkaupstað höfðu 231 greitt atkvæði klukkan fimm og 67 utankjörfundaratkvæði borist. Það samsvarar 59% kjörsókn. Kjörstað lokar klukkan 22:00

Í Djúpavogshreppi höfðu 187 greitt atkvæði á kjörstað nú síðdegis. Kjörstjórn hefur til þessa borist 51 utankjörfundaratkvæði. Samsvarar það 75,8% kjörsókn. Kjörstað verður lokað klukkan 18:00 en talning hefst klukkan 22:00 þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað.


Tengdar fréttir

Kosið í dag um sameiningu

Á fjórða þúsund íbúa fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Vænta má niðurstöðu í kringum miðnætti í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.