„Ég vona að Solskjær sé ekki að halda því fram að Pogba sé fanginn hans“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 07:30 Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær. Getty/James Williamson Ef eitthvað er á hreinu í máli Paul Pogba þá er það óánægja Manchester United með umboðsmanninn Mino Raiola og öfugt. Mino Raiola þótti nauðsynlegt að svara Ole Gunnar Solskjær eftir nýjustu orð Norðmannnsins um franska skjólstæðinginn hans. Manchester United hefur gagnrýnt Mino Raiola opinberlega og það er afar ólíklegt að leikmenn sem eru skjólstæðingar hans endi á Old Trafford í næstu framtíð. En aftur af því nýjast í þessum deilum. Agent Mino Raiola has spoken... Paul Pogba is not Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer's property.https://t.co/JiEcuPjzsO#CHEMUN#cfc#mufc#bbcfootball#manutdpic.twitter.com/igFJ50mIZt— BBC Sport (@BBCSport) February 18, 2020 Ole Gunnar Solskjær sendi Mino Raiola tóninn um að hann ætti ekki Paul Pogba heldur væri þetta leikmaður í eigu Manchester United og það væri félagsins að ákveða hvort eða hvenær það sé tilbúið að selja hann. Það mátti líka lesa á milli línanna að Norðmaðurinn væri að undirbúa fólk fyrir það að Pogba myndi líklega ekki komast í það form sem þarf til að spila fleiri leiki fyrir Manchester United á þessu tímabili. Manchester United mun líklega selja franska heimsmeistarann í sumar en þarf þá að fá væna upphæð fyrir hann. Mino Raiola var fljótur að snúa þessum orðum sér í hag og það gæti orðið athyglisvert að sjá hvert verði framhaldið á þeirri orrahríð. Hér fyrir neðan er færsla hans á Instagram. View this post on Instagram Paul is not mine and for sure not Solskjaer’s property, Paul is Paul Pogba’s. You cannot own a human being already for a long time in the UK or anywhere else. I HOPE Solskjaer DO NOT WANT TO SUGGEST THAT PAUL IS HIS PRISONER. ? ? BUT BEFORE Solskjaer makes comments about things I say he should inform himself better about the content of what has been said. ? ? I am a free citizen who can think and express my thoughts. Until now I was maybe to nice to him. Solskjaer should just remember things that he said in the summer to Paul. ? ? I think Solskjaer may be frustrated for different reasons and is now mixing up some issues. ? ? I think that Solskjaer has other things to worry about. ? AT LEAST IF I WAS HIM I WOULD. A post shared by Mino Raiola (@minoraiola) on Feb 17, 2020 at 11:14am PST „Paul er ekki í minni eigu og hann er örugglega ekki eign Solskjær. Paul á Paul Pogba. Þú getur ekki átt manneskju sem hefur þegar verið lengi í Bretlandi eða þá einhvern annan. Ég vona að Solskjær sé ekki að halda því fram að Pogba sé fanginn hans,“ skrifaði Mino Raiola á Instagram reikning sinn. „Áður en Solskjær tjáir sig þá ætti hann að fræðast aðeins betur um það sem hann er að segja,“ skrifaði Mino Raiola og hélt áfram en nú var komið að því að skrifa um gagnrýni Manchester United á þennan kappsfulla umboðsmann. „Ég er frjáls maður og hef leyfi til að tjá mig. Hingað til hef ég verið vingjarnlegur við hann. Solskjær ætti að rija það upp sem hann sagði síðast sumar við Paul,“ skrifaði Raiola. „Ég held að Solskjær sé pirraður yfir öðrum málum og þetta mál blandast inn í það. Hann ætti kannski frekar að hafa áhyggjur af öðru. Ég hefði það ef ég væri hann,“ skrifaði Raiola fyrir leikinn í gær. Ole Gunnar Solskjær svaraði því með því að stýra Manchester United til 2-0 sigurs á Chelsea á Stamford Bridge. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira
Ef eitthvað er á hreinu í máli Paul Pogba þá er það óánægja Manchester United með umboðsmanninn Mino Raiola og öfugt. Mino Raiola þótti nauðsynlegt að svara Ole Gunnar Solskjær eftir nýjustu orð Norðmannnsins um franska skjólstæðinginn hans. Manchester United hefur gagnrýnt Mino Raiola opinberlega og það er afar ólíklegt að leikmenn sem eru skjólstæðingar hans endi á Old Trafford í næstu framtíð. En aftur af því nýjast í þessum deilum. Agent Mino Raiola has spoken... Paul Pogba is not Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer's property.https://t.co/JiEcuPjzsO#CHEMUN#cfc#mufc#bbcfootball#manutdpic.twitter.com/igFJ50mIZt— BBC Sport (@BBCSport) February 18, 2020 Ole Gunnar Solskjær sendi Mino Raiola tóninn um að hann ætti ekki Paul Pogba heldur væri þetta leikmaður í eigu Manchester United og það væri félagsins að ákveða hvort eða hvenær það sé tilbúið að selja hann. Það mátti líka lesa á milli línanna að Norðmaðurinn væri að undirbúa fólk fyrir það að Pogba myndi líklega ekki komast í það form sem þarf til að spila fleiri leiki fyrir Manchester United á þessu tímabili. Manchester United mun líklega selja franska heimsmeistarann í sumar en þarf þá að fá væna upphæð fyrir hann. Mino Raiola var fljótur að snúa þessum orðum sér í hag og það gæti orðið athyglisvert að sjá hvert verði framhaldið á þeirri orrahríð. Hér fyrir neðan er færsla hans á Instagram. View this post on Instagram Paul is not mine and for sure not Solskjaer’s property, Paul is Paul Pogba’s. You cannot own a human being already for a long time in the UK or anywhere else. I HOPE Solskjaer DO NOT WANT TO SUGGEST THAT PAUL IS HIS PRISONER. ? ? BUT BEFORE Solskjaer makes comments about things I say he should inform himself better about the content of what has been said. ? ? I am a free citizen who can think and express my thoughts. Until now I was maybe to nice to him. Solskjaer should just remember things that he said in the summer to Paul. ? ? I think Solskjaer may be frustrated for different reasons and is now mixing up some issues. ? ? I think that Solskjaer has other things to worry about. ? AT LEAST IF I WAS HIM I WOULD. A post shared by Mino Raiola (@minoraiola) on Feb 17, 2020 at 11:14am PST „Paul er ekki í minni eigu og hann er örugglega ekki eign Solskjær. Paul á Paul Pogba. Þú getur ekki átt manneskju sem hefur þegar verið lengi í Bretlandi eða þá einhvern annan. Ég vona að Solskjær sé ekki að halda því fram að Pogba sé fanginn hans,“ skrifaði Mino Raiola á Instagram reikning sinn. „Áður en Solskjær tjáir sig þá ætti hann að fræðast aðeins betur um það sem hann er að segja,“ skrifaði Mino Raiola og hélt áfram en nú var komið að því að skrifa um gagnrýni Manchester United á þennan kappsfulla umboðsmann. „Ég er frjáls maður og hef leyfi til að tjá mig. Hingað til hef ég verið vingjarnlegur við hann. Solskjær ætti að rija það upp sem hann sagði síðast sumar við Paul,“ skrifaði Raiola. „Ég held að Solskjær sé pirraður yfir öðrum málum og þetta mál blandast inn í það. Hann ætti kannski frekar að hafa áhyggjur af öðru. Ég hefði það ef ég væri hann,“ skrifaði Raiola fyrir leikinn í gær. Ole Gunnar Solskjær svaraði því með því að stýra Manchester United til 2-0 sigurs á Chelsea á Stamford Bridge.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira